Togari klagaður til jafnréttisstofu.

Þetta er fyrirsögn á frétt einni sem birtist í fréttablaðinu í dag.
Kona sótti um vinnu á togara þar sem enga vantaði til vinnu og 200 manns á biðlista, Kona þessi sem ekki fékk vinnuna klagaði til jafnréttisstofu sem síðan sendir klögubréf til útgerðar togarans Júliusar Geirmundssonar.
enn og aftur er þessi jafnréttisvitleysa að ganga langt úr hófi fram.

Er þetta jafnréttisbull ekki farið að ganga soldið langt þegar á að fara að segja upp karlmönnum til að geta ráðið konur í staðinn ????

Maður er alveg búinn að upp í háls á þessari árans frekju, ég kalla það frekju og algjört óréttlæti þegar á orðið að fara að sparka mönnum úr vinnu svo konur geti komist að, það er búið að heilaþvo kvenmenn svo svakalega að þetta er orðið raunin.

Ef þessi kona er tilbúinn að fara aftast á biðlista þar sem fyrir eru 200 manns er það ekkert mál hún bara bíður síns tíma, en að ætlast til að fá að ganga fram fyrir alla aðra sem eru búnir/búnar að bíða í kannski 2-3 ár eftir plássi á tilteknum togara er algjörlega út í hött, að kalla það jafnrétti fyrir kvenmenn að ætlast til að fá að ganga fyrir, er algjört óréttlæti fyrir karlmenn !!!!!

Eins og skipstjóri orðar það hélt hann fyrst að útgerðarstjóri væri að grínast þegar hann sagði honum frá tilteknu klögubréfi frá Janfréttisstofu, ég reyndar hélt að það væri kominn 1 Apríl og þetta væri allt saman grín, en svo er ekki raunin.

Við karlmenn þurfu greinilega að fara að stofna eigin samtök til að verjast þessari vitleysu því annars endum við allir atvinnulausir og á götunni.

Það er ekkert að jafnrétti, enn þá skulu allir vera jafnir, ekki sumir jafnari en aðrir !!!!!

Hvað finnst ykkur hinum um þetta tiltekna mál ????

Kveðja
Geiriv