Við lifum í mjög netvæddu samfélagi þarsem að hið ritaða orð er dælt um netið í ógurlegu magni. Við notum e-mail, forums, sms, msn, html, ofl, ofl, ofl.

Miðað við þessa mikla notkun á hinu ritaða orði, hversu mikinn stuðning fær venjulegi íslenski einstaklingurinn við að viðhalda góða ritaða íslensku?

Svar: Engann.

Hversu mikinn stuðning fær hann fyrir að nota góða ensku?

Svar: frábærann.

Flest fólk lærir íslensku í grunnskóla og mögulega menntaskóla, eftir þessa menntun er engin áframhaldandi menntun eða viðhald á ritaðri þekkingu fyrir almenna íslendinga.

Af hverju er ekki komið gott og sterkt átak að gefa út ókeypis íslenskar orðabækur og málfarsreglur á netinu?

Það ætti að vera til miðpunktur á netinu sem að hefur ekki bara samansafn orða og lýsingar á þeim, heldur líka forum fyrir nýyrði, samskipti um orðafar, og viðheldur táknræna merkingu um góða íslensku. Eitthvað það einfalt og þægilegt að hver sem er sem er í vandræðum með íslenskuna getur farið og fundið það sem hann er að leita að.

Góð íslenska ætti ekki bara að vera auglýsingabrella mjólkurfyrirtækja, heldur auðsjáanleg og auðfengileg á því sviði sem að hún er notuð sem mest, og er líklegust til að mengjast, sem sagt á internetinu.

Ef að Það eru villur eða slettur í orðalagi þessarar greinar, þá er það vegna þess umhverfis sem internetið á íslandi er í dag.