Mér datt í hug að skrifa grein um greinar hér á huga. Svo virðist sem fólki sé að verða meira og meira sama um innihald og uppbyggingu greina sinna núna heldur en áður, ég sem hélt að þessi þróun ætti að vera í hina áttina, eftir því sem Hugi varð eldri þá myndi hann þróast jákvætt og fólk myndi senda inn betri og betri greinar. En svo er því miður ekki, þó má benda á að inná milli koma mjög góðar og fræðandi greinar og finnst mér eins og það fari bara eftir stjórnendum áhugamálanna hversu góðar greinar séu þar inni. Sem dæmi má taka Bílaáhugamálið, þar inni eru næstum því einungis góðar, vel skrifaðar greinar sem endurspegla greinilega þeirri staðreynd að fólkið sem skrifar greinarnar hefur áhuga og þekkingu á bílum og langar að miðla þeirri þekkingu til annara.

En önnur áhugamál gersamlega geisla af vanþekkingu og leiðindarausi oft á tíðum.

Hér er smá pæling sem mig langar að varpa fram sem allir ættu að taka til sín.

Í fyrsta lagi, ekki alhæfa. Kynlífs og Rómantík eru þau áhugamál sem þetta er mest áberandi og merkilegt er að margar greinar sem táningsstúlkur skrifa hljóma þannig að þær eru reiðar útí sinn fyrrverandi og af því að hann er asni fyrir að hafa kysst aðra stelpu þá hljóta allir aðrir strákar að vera framhjáhaldandi asnar.

Það er jú visst til í þessu, mjög margir karlmenn halda framhjá mökum sínum en þó ekki nærri því allir. Og fer það oftar en ekki eftir lengd sambandsins og hversu langt það hefur gengið hversu alvarlega ber að líta á hvert “hjúskaparbrot” fyrir sig.

Tel ég ekki megi setja strák (sem er í “sambandi”) sem kyssir stelpu á balli í sama flokk og karlmann sem heldur framjá konu sinni eftir 20 ára hjónaband.

Svo er það þekkingarleysið. Fólk á að skrifa greinar um það sem það hefur þekkingu á, það er ekki nóg að hafa gríðarlegan áhuga, heldur verður viðkomandi að hafa eitthvað vit á því sem hann er að segja, til dæmis myndi ég ekki dirfast til að skrifa grein um hvernig fjöðrunarkerfi Porsche Jeppans þótt ég hafi áhuga á bílum. Ég hef bara einfaldlega ekki þá þekkingu í augnablikinu, annað væri ef ég myndi lesa mér til um það efni.

Trolls.

Fólk sem fer inná korka og þess háttar spjallsíður til að fara í taugarnar á því fólki sem hefur áhuga á því sem spjallsíðan fjallar um. Dæmi: Ef ég færi inná Buffy áhugamálið og skrifaði grein um innihaldsleysi þessara þátta. ( BTW ég hef aldrei horft á Buffy og veit þessvegna ekkert um þá) Ég hef engann rétt til þess að gera lítið úr áhugamálum annara. Einnig er önnur mjög áberandi tegund Trolls sem skýtur upp kollinum nokkrum sinnum á ári hér á huga og má þá nefna Peace4all sem allir muna eftir og er því óþarfi að útskýra það frekar.
Þetta fólk er frekar sorglegur hópur og leiðinlegur sem allir ættu að hundsa.

Og að lokum í rökræðum, vertu málefnalegur ekki koma með sleggjudóma og ekki koma með óþarfar athugasemdir sem eiga við persónu viðkomandi, þið eruð jú að tala um málefni sem koma ekki persónunni neitt við. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Afsakið allar innsláttar og stafsetningarvillur.