Útlegð var stunduð á Íslandi á landnámsöld og var refsing sem að var hægt að beita menn sem að framið höfðu alvarlega glæpi. Margir frægir útlagar hafa verið uppi á Íslandi t.a.m. Grettir Ásmundarson, Gísli Súrsson o.fl. seinna tíðkaðist að bannfæra menn en þetta tíðkast ekki lengur.
En þegar maður skoðar þau ummæli sem hafa fallið hér á netinu og í fjölmiðlum að Steingrímur Njálsson sé nær útlægur. Hann virðist hvergi mega fara og hvergi mega vera. Það dettur engum í hug að verja gjörðir hans en hvað er til ráða. Hvað ég best veit hefur hann afplánað sína refsingu sem skýrist kannski af því að refsingar fyrir brot af því tagi sem að hann hefur framið eru skammarlega lág. Það virðist hafa skapast einhver refsihefði sem að dómstólar virðast tregir til að víkja frá. Þess vegna gengur Steingrímur Njálsson laus og nýtur í sjálfu sér hvers þess réttar sem að aðrir njóta í samfélaginu.
Þarna virðist skorta af hendi löggjafans og framkvæmdarvaldsins að það skapist einhver úrræði þannig að menn eins og Steingrímur Njálsson geti eftir að hafa lokið afplánun verið í þjóðfélaginu án þess að umhverfi hans stafi hætta af.
Einnig þykja manni þær mótbárur að plássleysi í fangelsum sé um að kenna að dómar séu svo vægir. Ef svo er þarf annað hvort að lækka refsingar eða byggja fleiri fangelsi því að það er sjálfsögð krafa að dómstólar fari að lögum þegar kemur að dómum. manni finnst líka að ef að ekki er nægt pláss í fangelsum þá megi flokka fanga niður. Þá sem að hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk og eru hætturlegir umhverfi sínu og þá sem að hafa verið dæmdir fyrir annars konar glæpi og ekki stafar hætta af.
Einnig þykir manni sú refsing sem að fangelsi er ekki vera endilega til bóta ef það verður til þess að ungir glæpamenn læra vinnubrögð hinna eldri þar inni. Til að bæta úr því væri hægt að byggja fangelsi þar sem eð eingöngu væru hýstir glæpamenn sem að væru að afplána fyrsta glæp. Einnig mætti koma upp fangelsi þar sem að þeir sem að afplána glæpi vegna eiturlyfjaneyslu kæmu til afplánunar og þar myndi þeim bjóðast að komast í meðferð vegna hennar.
Það virðist vera pottur brotin þegar kemur að því að taka á afbrotamönnum á Íslandi, með tilkomu rafrænna viðskipta og minnkandi notkunar ávísana hafa þeir sem að þurfa að verða sér út um peninga til eiturlyfjaneyslu leitað á önnur mið. Það er erfitt fyrir venjulegt löghlíðið fólk að horfa til þess að menn sem að hugsanlega hafa framið mörg brot og oft hlotið dóma fá litla refsingu og aðrir sem að eru dæmdir fyrir mörg afbrot í einu eru að fá sáralitlar refsingar.