Af hverju má sýna sundurskotin lík t.d. í fréttatímum en ekki það náttúrulegasta
sem við mannfólkið þekkjum, nakinn líkama?

Áður en fréttatímar sjónvarpsstöðvanna sýna myndir þar sem búið er að
sundurskjóta lík þá er rétt svo komið með viðvörun um að myndirnar gætu vakið
óhug barna og viðkvæmra einstaklinga. Ef í sama fréttatíma yrði sýndur t.d.
nakinn kvenmannslíkami þá yrði allt brjálað og sjónvarpsstöðin yrði jafnvel kærð.

Ég veit t.d. um dæmi þar sem kona hótaði að kæra Popptíví vegna þess að þeir
sýndu myndband með hljómsveitinni Scooter þar sem berbrjósta kvenmenn komu
fyrir og 12 ára sonur hennar hafði horft á þetta. Ætli viðbrögð móðurinnar hefðu
verið jafn hörð ef um hefði verið að ræða kvikmynd á borð við “I know what you
did last summer” eða svipaðar myndir þar sem fólk er drepið í massavís og líkin
oftar en ekki sýnd eftirá.

Ég veit að það er leikur í þessum myndum en það er ekki leikur þegar lík eru sýnd
í fréttatímum.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Þó svo ritskoðun á “nöktum líkömum” hér á Íslandi sé frekar frjálsleg, þá finnst
mér þetta nú frekar hart og sýnir lélega dómgreind hjá þeim sem eru á móti nekt í
sjónvarpi en minnast ekkert á hálfblóðugar, fullklæddar dauðar manneskjur.