Það hefur mikið verið rætt um herstöðvamálið í sumar og ekki mikil þörf á að rifja það upp fyrir fólki, en hlutur sem að mér finnst hafa vantað inní er það hvað gerist þegar (og ef) herinn fer. Ég er ekki að tala um hvernig þessar loftvarnir verða heldur um allt fólkið sem að missir vinnunna upp á velli. Það vinna yfir 1000 manns á Keflavíkurflugvelli, og allt flestir myndu missa vinnunna ef að herinn fer. Setjum dæmið svona upp eins og mér sýnist allt muni fara: Bush ætlar að taka þoturnar burt og hann mun gera það, þá mun Davíð segja: OK, farið þá með allt draslið, kafbátarvélarnar og lokið stöðinni. Hann mun bregðast þannig við, því að Davíð er þannig skapi farinn, hann slær alltaf frá sér ef að honum finnst að sér vegið, það skiptir engu hvort að um Bush og Bandaríkin er að ræða. Þá komum við að því, hvað tekur við? Atvinnuástandið er ekki beysið á landinu bláa þetta sumarið og ekki síst á suðurnesjunum. Hvernig verður brugðist við? Og ekki eru menn að undirbúa landhelgissgæsluna fyrir að taka ein við öllu björgunarstarfi á hafinu kringum landið. Með eina eldgamla þyrlu og tvö ævarforn varðskip. Nú er ég alls ekki að segja að við eigum að gera þá kröfu að Bandaríkin skapi íslendingum atvinnu, en þetta er það mikið alvörumál að það vekur mér furðu hvernig þetta er látið reka á reiðanum. Það verður ekki skemmtilegt að vakna upp kannski í september einn morguninn og allt í einu: Herinn farinn, og 1000 manns atvinnulausir. Hver tekur við snjóhreinsun á keflavíkurflugvelli, slökkviliðinu og rekstirnum á flugvellinum? Þetta er mál sem að gæti orðið svo þungt högg á íslenskt samfélag að allt sem að menn hafa reiknað með að vinna upp með álversframkvæmdum gufar upp eins og dögg fyrir sólu. Þetta er ekki svartsýnisraus, nei þetta hangir yfir okkum og gæti gerst í haust. Miðað við hvernig menn sitja í Washington þá eru líkurnar meiri en minni.