Í gærkvöldi var ég að horfa á 60 minutes á Stöð 2 þar sem var verið að lýsa ástandinu í Norður Kóreu. Ekki hefur ástandið mikið verið í fréttum, því ríkisstjórnin þar hleipir ekki erlendri sálu inn í landið. En Þjóðverji nokkur komst inn í landið með ljósmyndavélar og videomyndavél þar sem hann gat myndað ástandið “live”. Hann fór inn á sjúkrahús, en sjúkrabirgðir eru af afar skornum skammti þar, sem sjá mátti þegar litið var á skurðarborðið á einum spítalanum, þeir áttu ekki einu sinni ný lök til að skipta um á milli aðgerða, þannig að næsti sjúklingur þurfti að liggja í annara manna blóði á meðan á aðgerðinni stendur, og þá er líka afar líklegt að það séu ekki nokkur deyfilyf til heldur. Forseti landsins, einræðisherrann, kúgar fólið. Það er ekki frjálst ferða sinna, það fær aðeins að heyra það og sjá sem að forsetinn vill að það heyri og sjái, fólkið er að deyja úr hungri því þeim er ekki gefinn nokkur matur… Allur sá peningur sem kemur inn í landið fer í hernað og framleiðslu gereyðingavopna…. Forsetinn lítur á fólkið eins og það séu pöddur, enskis vert og megi bara svelta og deyja svo að hann geti lifað sínu lífi. Svo afneitar hann fólkinu hluti sem eru okkur svo eðlilegir, eins og internet og kapalsjónvarp; Þessir hlutir eru bannaðir með lögum. Fólkið má heldur ekki segja skoðanir sínar því annars verður það bara pintað og/eða drepið… Það er alltaf hrætt… það er kúgað… ég get í rauninni ekki lýst þessu í orðum, en þvílík hörmungin sem að blasti við manni.

Hvernig ætli hægt sé að upplýsa heiminn um þessar hörmungar, þegar enginn fær að fara inn, og enginn verður vitni að þessu?? Þau geta ekkert samband haft við umheiminn og frá barnsaldri er þeim kennt að elska og dá leiðtoga sinn… og skilja ekki að líf þeirra gæti verið svo mikið betra.

Ég hef líka séð heimildarmyndir um ástandið í Afghanistan, Írak og öðrum stöðum í miðausturlöndum, en aldrei hef ég séð eins miklar hörmungar og þarna í Norður Kóreu… og það sem gerir þetta enn verra og ótrúlegra er að þetta eru nú nokkuð rík lönd sem eru allt í kringum landið, Kína, Suður Kórea, Japan… Þetta eru dýrustu löndin í Asíu, og svo stendur Norður Kórea á milli þeirra, næstum því eins og hið ósýnilega “Area 51” sem enginn má sjá né heyra af.

Hvað getum við gert?? Hvað finnst ykkur um þetta?