Ég vill segja frá því að ég og kærastinn fórum í bíó í gær, forsýninguna á the curse of the black pearl. Ég mætti í Kringlubíó kl 18 til þess að kaupa miða en myndin byrjaði ekki fyrr en kl 10:10.

Klukkan 21:30 vorum við mætt upp í Kringlubíó, til þess að vera tímanlega og fá góð sæti, síðan leið tímin og alltaf bættist meira af fólki. Þegar klukkan var orðin 10 voru allir orðnir frekar pirraðir því það var ekki ennþá búið að hleypa inn í salinn.

Svo þegar klukkan var orðin 10:05 og allir ennþá frammi var ég orðin frekar pirrruð og fór inn í salinn til að gá afhverju þetta tók svona langan tíma. Þá sat stelpan sem vinnur þarna og var að bíða eftir að myndin væri búin, þá átti hún eftir að þrífa allan salinn og hún var ein að því.
Ég fór fram og beið ásamt fullt af reiðum viðskiptavinum, svo loksins þegar hleypt var inn í salinn var klukkan orðin 10:15 og myndin byrjaði ekki fyrr en kl 10:35.

Ég var orðin mjög pirruð og fannst þetta ansalegt af bíóinu að geta ekki reiknað út hvernar myndirnar eru búnar og hvernær næsta á að byrja.

Vildi bara deila reiði minni með ykkur hinum.

kveðja aaaaa