Nýlega sagði Valgerður Bjarnadóttir af sér stöðu framkvæmdarstýru jafnréttisstöfu í kjölfar þess að LA tapaði máli sem var höfðað vegna ráðningar leikhússtjóra. Ég vil byrja á að taka ofan fyrir henni og óska henni til hamingju með að vera einn af fáum embættismönnum, kjörnum sem ókjörnum sem að axlar þá ábyrgð sem að henni hefur verið sýnd.
Það er alltof algent er að menn í íslenskri stjórnsýslu sjái ekkert að því að sitja áfram í embætti þrátt fyrir að hafa borið ábyrgð á einhverju sem að farið hefur úrskeiðis.
Ég sé til dæmis ekki fyrir mér að neinn muni axla ábyrgð á meintu samráði olíufélaganna og dæmin úr fortðiðinni eru mörg og sorgleg.
En þetta er sem betur fer ekki neitt lögmál. Því að við höfum tök á að velja ráðamenn. En við höfum líka tök á að velja hvað er í umræðunni. Það er líklega þar sem að potturinn er brotin. Það vantar alla umræðu sem að gefur málinu skil. Það er engan vegin nóg að tala um málin í korter í kastljósinu. Það sem að hefur komist næst því að gera málunum skil er Silfur Egils en þar fer fyrst og fremst fram umræða en það vantar meira en að koma af stað umræðu það sem að vantar er að menn setji sig í málin og rannsaki það sem að málið varðar þannig að menn geti gert sér betur grein fyrir eðli málsins. Líkt og Róbert Marshal hefur gert varðandi Geirfinnsmálið og kynlífsiðnaðinn í Reykjavík.