Ég ætla að gera smá útekt hér á fordómum Íslendinga í þessari grein, eins og þeir koma mér fyrir sjónir.

Hvað eru fordómar?
Fyrir mér er það ekki einfaldlega dómur kveðinn upp í fáfræði heldur að dæma fólk út frá einhverjum öðru en þeirri persónu sem það hefur að geyma, svo sem uppruna þess, litarhætti þess, trú þess eða útliti og fleiru slíku. Mér finnst Íslendingar haldnir fordómum á öllum þessum sviðum og það miklum.

Afhverju er þetta svo?
Íslendingar eru lítil þjóð og rétt eins og í minni borgum og bæjum stærri þjóða vilja menn þessu litla þjóðfélagi gjarnan hvefa í fjöldan því allir þekkja alla og annar hver maður er “heimsfrægur á Íslandi”. Þessi þrá eftir samþykki fjöldans myndar þessa þrjá hluti og fleira:

1) Menn sem er ekki eins cool og flottir og ef þeim væri sama um hvað fjöldanum finnst. Við dáumst ekki að Clint Eastwood og svona töffurum fyrir að vilja ganga í augun á öllum heldur afþví svona týpum virðist alveg sama. Manneskja sem hefur “plís líkaðu vel við mig” skrifað á andlit sitt, með heigulslegum svipbrigðum, er aldrei töff. Töffarinn er sá sem fer eigin leiðir og er sama.
Svona menn mynda samfélag sem byggist á þýlyndi og þrá eftir samþykki allra, þannig fólk verður nokkurs konar andlegt og vitsmunalegt allra-gagn, eins og sagt er um lauslátasta fólkið á kynlífssviðinu sem sefur hjá hverjum sem er. Svona eru ekki allir Íslendingar, en vegna þess að þetta er fámennt samfélag sem krefst meira hugrekki að vera maður sjálfur í en stórborg eru fleiri hlutfallslega svona á Íslandi en tildæmis í New York, sama gildir um sum Hillbillí krummaskurðin hér.


2) Ég lýsti hér áðan hvernig mannfæð eykur athygi sem eykur svo hræðslu sumra og breytir mönnum í chicken nema þeir séu mjög sjálfstæðir og þori að vera þeir sjálfir. Í raun er þetta sambærilegt við þegar fólk er að reyna að losna við einelti í skólum.
Það er einmitt þekkt fyrirbæri í skólaeinelti að krakkinn sem verður fyrir einelti fer að ráðast á þann sem virkar veikari en hann, er meira öðruvísi og því með höggstað á sér á fámennu landi, nú eða hillbillí krummaskurði, þar sem allir eiga að vera eins.

Þess vegna hata Íslendingar þá sem eru öðruvísi, afþví þeir sem eru chicken sem hræðast einelti en ekki natural-born-töffarar leggja gjarnan aðra í einelti til að beina athyglinni frá sér.

Þetta einelti kemur fram í verkum en þó frekar orðum.



Fórnarlömb þessa eineltis:

- “Nördar” það er að segja hugsandi fólk, fólk sem hefur áhuga á einhverju eða færni í einhverju. Sumir nördar eru afburðamenn og þeir lenda í enn meira einelti. Á efri árum afburðamannsins verður eineltið oft af háði blandinn lotningu með sögum um hvað viðkomandi sé skrýtin/n. Ótöff leiðinleg og venjuleg Chicken sem þorðu aldrei að hugsa sjálfstætt eins og nördin leggja samt þessa í einelti mestan part æfi þeirra.

- Fólk af öðrum litarhætti. Fólk frá Asíu fær automatískt á sig hórustimpil á Íslandi og getur ekki farið út að skemmta sér fyrir ógeðslegum ummælum fylliratta eins og kemur fram í ótal viðtölum við þetta fólk. Litað fólk fær næstum aldrei góða vinnu á Íslandi, þó það sé hámenntað. Það fær illilegar störur og strætisvagnabílstjórinn neitar jafnvel stundum að taka það upp.
Fyrir frekari upplýsingar bendi ég á alþjóðahúsið, sérstaklega hinn snjalla prest þeirra, gáfaðan Japana sem hefur skrifað góðar greinar um fordóma Íslendinga í blöðin.

- Fólk af trúarbrögðum öðrum en meirihlutinn.

Hatur á bókstafstrúuðum kristnum.

Þarna verða reyndar kristnir menn líka barðinu, en mjög lítill hluti þjóðarinnar er bókstafstrúar og þeir sem eru það því gjarnan taldir klikkaðir þó ótal hlutlausar rannsóknir bendi til að trúrækið fólk, burt séð frá trú eða hvort það er bókstafstrúar eða ekki lifir við betri geðheilsu en þeir sem eru ekki trúrækir almennt. Þetta er afþví að bara nokkur hundruð manns á Íslandi eru bókstafstafstrúar og það er auðvelt að nýðast á minnihlutanum, sérstaklega ef hann virðist stærri en hann er afþví einn byggði upp sjónvarpsstöð. Chicken ráðast á þetta fólk. Gunnar í Krossinum átti að vera svo alvondur maður þó hann hjálpi vandræða unglingum sem glíma við eiturlyfjavandamál og leggi sig betur fram í starfi en prestar. Hann er á móti samkynhneigð en er engan að drepa og kirkjan sýnir meiri hræsni í þessu en hann, því hún er á sama máli í raun sem er ástæða þess að hún blessar bara sambönd lessa og homma og ekki einu sinni allir prestar vilja gera það, en neitar að gefa þá og þær saman.

Bókstafs kristnir áttu líka að vera að hafa fólk að fífli með lækningarsamkomum og jafnvel landlæknir tók þátt í því einelti, þó vissulega viti margir læknar að hugarorka og trú læknar fólk virðist vera sem á sér kannski vísindalega en ófundna skýringu.

Bókstafstrúar kristnir buðu þarna fram ókeypis hjálp, en heimtuðu ekki mörg þúsund kórnur eins og læknamiðlar gera, en enginn sakar þá um peningaplokk eins og Krossinn, afhverju ekki? Afþví fleiri eru andatrúar en bókstafstrúar á Íslandi, margir trúa á drauga eða fara til miðla stundum og slíkt en bara örfá hundruð manns eru í bókstafskirkjum. Því er þessi mismunun, chicken sem vill falla í kramið þorir bara að ráðast á þann fámenna, þann sem er öðruvísi og chickenar eru algengir í litlum samfélögum afþví mannfæðin gerir suma hrædda. Þetta með mismunandi framkomu við Gunnar eða læknamiðla nefnist double-standard, fals, hræsni og einelti.
Sumt þetta fólk afsakar sig með að Gunnar sé á móti hommum og hatar svo kannski ekki múslima hér á landi sem eru það líka.
Það er afþví hatur á múslimum, eins slæmt og það er er þó ekki jafn viðurkennt af samfélagi okkar sem nýðist á ýmsan hátt á þessum litla hópi örfárra hundraða, í skjóli þess að hann gæti virst stærri út af sjónvarpsstöðinni.



Hatur á kaþólikkum.

Hér gæti ég endurtekið flest sem ég nefndi hér á ofan en þetta er satt, sumir Íslendingar eru and-kaþólskir og stunda sögulega endurskoðun um hina “illu kaþólsku kirkju” og gleyma að þeirra eigin kirkja, sú Lúterska varð til með ofbeldi, en kaþólikkar hér voru myrtir með köldu blóði og eftir að biskupinn var drepinn hræddist þjóðin til hlýðni við Lútersku. Forfeður okkar Írar voru kaþólskir og þá friðsamir, þetta var löngu fyrir daga IRA, og minntu ekkert á kaþólikana suður frá. Þeir báðu fyrir hinum grimmu víkingum og bænirnar virðast hafa virkað því kaþólska komst á með friði, þó hagsmunir hafi kannski spilað inn í. Skólakerfið kennir okkur trú morðingjanna, lútersku, en ekki trúnna sem kom hér með friði, kaþólsku, og and-kaþólskir fordómar eru nokkuð sem ég hef oft heyrt frá Íslendingum og hvet þau fífl að skrá sig í biblíufræðslu kaþólsku kirkjunnar eða halda kjafti, því fáfræði þeirra er jafn mikil og hatrið. Kaþólikkar eru undir 10% af þjóðinni og því auðvelt skotmark fyrir chicken sem vantar einhvern öðruvísi til að nýðast á.


Hatur á múslimum.

Jú, jú, Osama bin Laden er voða vondur en gerirðu þér grein fyrir að Islam er næst stærsta trúarbragð heims á eftir kristni og flestar þessar milljónir eru ekki hryðjuverkamenn heldur gott og grandvart fólk eins og þú? Nema þú talir illa um þá bara út af trú þeirra, þá ert þú það ekki.


Hatur á gyðingum.

Því miður hef ég séð þetta hjá einstaka manni í svo alvarlegu mæli að ég vil hreinlega ekki tala um það. Lygarnar og samsæriskenningarnar eru eins og beint úr munni Hitlers og hatrið ekki minna. Chicken eru einmitt oft wanna-be Hitlerar, hann var þó ekki chicken þó vald hans byggðist á chickenum og fyrir það dá chickenin hann. Ég vil hreinlega ekki hafa eftir það gyðingahatur sem ég hef heyrt verst úr munni Íslendings, því þá fer ég, sem annars ekki græt, hreinlega að gráta. Maður undrast stundum að Guð skuli hafa nennt að skapa mannkynið.


Hatur á fólki sem stundar austræn trúarbrögð og/eða heiðin og/eða nýöld og/eða andatrú og galdra eða kuklar.

Þetta hatur er ekki mikið afþví stór hluti þjóðarinnar aðhyllist eitthvað svona lagað og því er verið að ráðast á stóran hóp af fólki, ólíkt því þegar ráðist er á múslima, kaþólska eða gyðinga.
Þó sá ég þetta hatur í miklum mæli hér á huga á vef sem heitir dulspeki hér og er fullur af skítköstum í garð þeirra sem stunda svona lagað og þetta fólk kallað geðveikt. Sem betur fer virðist svörunum strax vera eytt af vökulum stjórnanda. Hver ert þú að dæma þetta fólk klikkað? Hefur þú upplifað svona sjálfur? Séð draug til dæmis eða árur? Ef ekki hvað ertu að ibba gogg? Maður getur ekki dæmt það sem maður þekkir ekki.


Hatur í garð þessa fólks er minna því hugaðri hugleysingja, chicken sem þó er ekki jafn mikið chicken þarf til að ráðast á stærri hópa fólks sem er samt öðruvísi en heildin, og flestir eru versta tegund af chikcen og halda sig við litlu hópana eins og múslima eða bókstafstrúaða kristna. Þó er mikið hatur á Tælendingum og fleiri Búddistum en hann beinist frekar að kynþætti en trú því flestir Íslendingar eru umburðarlyndir varðandi Buddha trúnna. Hatur á Filipseyingum er líka fremur tengt litarhætti þeirra og skásettum augum þeirra en þeirri staðreynd að þeir tilheyra kaþólska minnihlutanum hér á Íslandi, þessum huguðu sálum sem þorðu að vera áfram kaþólskar þó biskupinn þeirra væri myrtur með köldu blóði.




Hatur tengt kynhneigð:

Samkynhneigðir eru enn hataðir en það hatur er á undanhaldi hér vegna skemmtilegra sjónvarpsþátta frá Bandaríkjunum eins og Will og Grace og jákvæðri og stundum jafnvel vitrænni umfjöllun íslenskra fjölmiðla, ja svona miðað við gæði fjölmiðla hér. Samkynhneigðir sýna margir þessar tilhneigingar frá barnsaldri og geta ekkert að því gert hvern þeir elska. Hvað kemur það við hverjum aðrir sofa hjá eða leita hamingjunnar?



Hatur tengt þjóðerni:

Kanar eru heimskir og feitir.
Asíubúar eru mellur.
Svíar eru leiðinlegir.

Ég gæti talið og talið en hatur Íslendinga á öðrum þjóðum er einstakt.

Á sama tíma höldum við okkur mest og best í heimi sem gerir þetta óþolandi með öllu.


Verum ekki huglaus, verum töffarar sem þurfa ekki að leggja aðra í einelti afþví við erum hrædd við að verða það sjálf. Bjóddu fámenninu byrginn, frjáls og laus við hatur og heimsku af neinu tagi, og vertu þú sjálfur sama hvað neinum finnst. Frjáls eins og töffarinn sem er sama! Sem er sannur! Sem er sama….afþví honum er ekki sama um það sem meira skiptir…………….Verðlaunin bíða þín!


Kveðja,

Think Again Be Deep

sem segir hlutina eins og þeir eru.

PS: Næst er grein um hræsni stjórnmálamanna á Íslandi til hægri og vinstri og fyrir miðju og aumra þræla þeirra sem apa eftir þeim hræsnina.
think again be deep