Hæ hæ kæru hugarar.

Nú sl. daga hefur mikið borið á fréttagreinum um að aldraðir séu að valda stórslysum hingað og þangað í heiminum. Allavega hafa 2 bílslys af völdum aldraða ökumanna borið upp á stuttu millibili. Í Kaliforníu létust 10 manns og allt að 40 slösuðust þegar aldraður maður missti stjórn á bíl sínum og ók inn á markaðssvæði í Los Angeles í Kalíforníu þar sem fjöldi manns var samankominn.
Um var að ræða markað í Santa Monica hverfinu þar sem bændur koma með vörur sínar og er þar yfirleitt margt um manninn. Maður um áttrætt virðist hafa misst stjórn á bíl sínum þegar hann nálgaðist markaðinn og segja sjónarvottar að bíllinn hafi farið á talsverðri ferð inn á markaðssvæðið og lent á fólki og sölubásum. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús og fólk sem slasaðist var flutt á brott með þyrlum.

Í grein sem birtist á fréttavef mbl.is 18.7.2003 segir:

“Þrír slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar 75 ára gamall maður ók bifreið sinni upp á verönd fyrir utan veitingahús í bænum Biel-Benken í Sviss í dag en fjöldi gesta sat við borð á veröndinni.
Svo virðist sem maðurinn hafi ætlað að leggja bifreiðinni nálægt veitingahúsinu en annaðhvort stigið á eldsneytisgjöfina í stað hemlanna eða fótur hans runnið af hemlum yfir á eldsneytisgjöf, telur lögregla. Farþegi í bifreiðinni, 73 ára gömul kona, var flutt á sjúkrahús með minni háttar meiðsl.”

Er þetta þriðja tilfellið á rúmri viku þar sem ökumenn missa stjórn á bifreið sinni og aka á fjölda fólks. Í tveimur af þrem voru ökumennirnir báðir yfir sjötugt og afsakanirnar í báðum óhöppum voru þær að þeir hafi ætlað að ýta á bremsuna en stigið óvart á eldsneytisgjöfina. Maðurinn sem keyrði á fólkið í Kalíforníu á yfir höfuð sér kærur vegna manndráps af gáleysi og himinháar sektir. Þriðja tilfellið gerðist einnig í Sviss en þar missti 37 ára gamall maður stórn á bíl sínum og keyrði á fólk.

Í grein sem birt var í Morgunblaðinu samhliða Kaliforníuslyssins var sagt að nú væri spurning um að láta alla þá ökumenn sem eru orðnir 70 ára og eldri taka bílprófið aftur og meta þannig hæfni þeirra til að aka bifreiðum á götum úti. Einu sinni í Bandaríkjunum kom tillaga um þetta en hún var felld niður af samtökum/mótmælendum aldraða sem standa með öldruðum í umferðinni.

Finnst ykkur einnig að það ætti að meta hæfni ökumanna eftir sjötugt? Auðvitað gera allir mistök, en hæfni hvers og eins minnkar með aldrinum, maður hefur ekki lengur nógu góða sjón eða heyrn. Maður er kannski komin á lyf sem valda þreytu í umferðinni og geta haft áhrif á mann. Auk þess er umferðin alltaf að breytast. Akgreinum fjölgar og hraðatakmörkun hækkar eða minnkar. Það eru komnar margar brýr og gatnamót að fólk á stundum í erfiðleikum að átta sig á hvert þeir eiga að keyra.
Ég er samt alls ekki að segja að aðeins gamallt fólk valdi slysum nú í dag víðsvegar í heiminum. Það gera allir sem hafa bílpróf. Við eigum bara til með að gleyma okkur í umferðinni og við verðum kannski svolítið góð með okkur þegar við höfum keyrt svo lengi og séum svo vön að keyra að við eigum götuna næstum því. Fólk hættir að virða biðskyldur og þessháttar, keyrir yfir á gulu ljósi og ekur þar af leiðandi of snemma af stað út á gatnamótin. Svona hlutir hafa oft ollið stórum slysum, bara af því að við gátum ekki tekið okkur mínútu til að stansa og ath. hvort að við gætum keyrt yfir eða ekki.

Endilega segið mér ykkar álit. Ég er alveg á því að meta þurfi alla ökumenn þegar maður er orðinn 70 ára og eldri. Bara til að maður sé ekki að gera mistök á götum úti vegna skort á hæfni eða einfaldlega til að pirra aðra ökumenn með því að keyra á 50 km hraða á ystu vinstri akgrein á hraðbrautum.

Takk takk
I´m crazy in the coconut!!! (",)