Ég heyrði þessa frétt í útvarpinu núna í hádeginu og las svo um þetta inn á vísi og mbl.
Þar var sagt að Íslandspóstur fengi upplýsingar hjá lögreglunni um starfsmenn sína og þá sem sækja um vinnu hjá þeim. Íslandspóstur hefur í einhverjum tilfellum ekki látið nægja að spyrja starfsmenn sína um þetta heldur hafa þeir einnig haft samband við lögregluna og fengið nánari upplýsingar um menn. Þetta staðfesti starfsmannastjóri Íslandspósts Andrés Magnússon en segir reyndar að ekki hafi verið um formleg samskipti að ræða milli lögreglunnar og póstsins. Hann segir að þetta koma til vegna þess að mikið er um verðmæta böggla og aðrar sendingar sem fyrirtækið flytji og því full ástæða til að fara varlega. Hann segir einnig að hann viti ekki hvernig þetta samstarf við lögregluna hefði hafist en þetta hafi verið að þróast um nokkurn tíma.
Þetta er mjög athyglisvert mál. Sérstaklega þar sem lögreglan segir að þetta sé ekki satt. Þeir sem sagt gefa ekki upplýsingar úr sakaskrá. Þetta staðfestir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segist ekki vita til þess að undantekningar hafi verið gerðar á reglunni.

Mér finnst þetta alveg fáránlegt mál. Ég hélt að það mætti ekki gera þetta, sem sagt að vinnuveitandi mætti ekki fara svona á bakvið starfsmenn sína.