Eind og kannski margir vita hefur Baugur á síðustu misserum náð stöðu á smásölumarkaðinum sem að hefur gert þeim kleift að lækka verð á smásölumarkaði. En það hefur ákveðnar aukaverkanir í för með sér en það er að sú staða sem þeir eru í gerir þeim líka kleift að hafa áhrif á þá sem að þeir versla við.
Það getur nefniega orðið til þess að þeir hafa neikvæð áhrif á verð til neytanda.
Nýlega heyrði ég um bónda sem að lét slátusrfélagið slátra fyrir sig og seldi síðan þeim sem að vildu kaupa steikur og annað á sviðuðu verði og neytandinn kaupir hakk. Þetta mæltist svo fyrir af forráðamönnum Baugs að þeir upplýstu Sláturfélagið um að ef þetta héldi áfram myndu allar vörur sláturfélagsins hverfa úr hillum verslana Baugs. Þetta er ekki eina dæmið sem ég hef heyrt um. Maður hefur heyrt um það að Baugur leggi að birgjum að lækka verð og þegar birginn loks segir að hann geti ekki lækkað meira þá er honum sagt að drýgja vöruna með vatni. Það er margt fleira í þessa áttina.
Baugur er í þeirri stöðu að hann ræður yfir meira en helmingi smásölumarkaðsins. Þetta gerir Baugi kleift að gera nánast einhliða skilyðri gagnvart Birgjum og ef einhverjar búðir eru að lækka verð getur Baugur lagt að þeim að hækka verð til þeirra, annars muni þeir hætta að skipta við viðkomandi. Ef að vara birgjans er ekki í Bónus, Nýkaup, Hagkaup eða 10 11 er kannski ekki mikil hætta á að hún seljist.
Þessi einokunarstaða mun halda áfram meðan Baugur ræður markaðnum og engin gerir eða segir neitt.