Sælt veri fólkið.

Nú hefur lengi verið í gangi hörku auglýsingaherferð á vegum búnaðarbankans þar sem þeir segjast vera bestir, skemmtilegastir og hvað annað. Þeir segjast veit snilldar þjónustu og að allir ættu endilega að koma yfir til þeirra.

Þetta er eitt mesta argasta kjaftæði sem ég hef heyrt.
Nú er kærastasn mín hjá þeim, þó ekki mikið lengur.
Nýlega var veskinu hennar stolið og þar í var debetkortið hennar.
Áður en hún náði að loka því þá var það notað í einhverri sjoppu.
Hún auðvitað talar við bankann og spyr hvernig þetta gangi fyrir sig, býst við að fá það endurgreitt eins og tíðkast annars staðar.
En nei. Eftir mikið mas þá er henni sagt að tala bara sjálf við sjoppuna þar sem kortið hennar hafi verið notað bankinn vilji ekkert gera.

Af hverju? Vegna þess að það er 10000 sjálfsábyrgð á kortum hjá þeim. Þetta er ekki eitthvað sem hún hafði heyrt áður, ekki það að hún lesi edilega allt smá-letur sem hún kemst í en húnkynnti sér nokkuð vel skilmála kortaþjónustu Búnaðarbankanns.
Síðan þegar hún fer að spyrja af hverju hún hafi ekki heyrt um þetta þá fer þjónustufulltrúinn bara í fýlu og segir þetta ekki vera þeirra mál, að hún geti sjálfri sér um kennt.

Nú er svo skondið að ég þekki fólk í öðrum bönkum og spurt eftir þeirra áliti. Í öllum tilvikum sögðu þau að bankinn mundi endurgreiða henni. Þetta var ekki nema 2000 og að bankarnir, sem hefðu einhverja þjónustulund hefðu endurgreitt og síðan talað við sjoppuna og fengið nótuna og skoðað hana.

En ekki Búnaðarbankinn.
persónulega er ég ekki hjá þeim og hef ekki enn lent í þeim.
Kanksi er þetta einsdæmi.
Og kanksi er ég bara geðveikur, en ég mundi ekki vera hjá banka sem eyðir pening í að auglýsa þjónustu sem ekki er veitt.

Sæl veri þið aftur og eigið góðann dag.

Hallur.