Eins og þið flest öll vitið eru ekkert svakalega góð samskipti á milli Ítalíu og Þýskalands.
Allt þetta byrjaði með því að Silvio Berlusconi varð aðalkallinn í einhverju ráði. Þegar hann var að segja eitthvað fór einn Þjóðverjinn að taka frammí fyrir honum. Þá lét hann þau orð falla(kaldhæðnislega) að þessi Þjóðverji gæti leikið e-n nasista í útrýmingarbúðum Þjóðverja og eitthvað. Sem skiljanlega fór fyrir brjóstið á Þjóðverjum.

Stefano Stefani einn ráðherranna á Ítalíu lét ekki sitt eftir liggja og sagði að Þjóðverjar væru hrokafullar ljóskur, frekir og eitthvað þannig.
Ítalskt fólk sem starfar við ferðamannaiðnaðinn á Ítalíu varð alveg brjálað yfir þessu því að Þjóðverjar eru jú 40% allra ferðamanna á Ítalíu.

Ætla Þjóðverjar að fara í hópferð til Ítalíu sem verður ókeypis til að sýna fram á að Stefani hafi rangt fyrir sér. Þeir létu nokkrar þýskar fyrirsætur sitja fyrir framan ítalska sendiráðið í þýskalandi í bikiní til að sýna að þeir séu líka eitthvað annað.

En tilgangurinn með þessarri grein er sú að spyrja ykkur að svolitlu. Hefur Stefani ekki pínkulítið rétt fyrir sér?
Ég meina þið hafið flest öll farið á sólarströnd og sennilega lent á hóteli með Þjóðverjum. Og alli þeir sem ég þekki sem hafa lent í því hafa bara kvartað undan þeim. Þeir eru með læti og tala frekar hátt. Taka ekki tillit til annarra á hótelinu. Meira að segja var frænka mín úti og varð vitni að því að Þjóðverjarnir vöknuðu upp um miðja nótt bara til þess eins að setja handklæðið sitt á bestu sólstólana!!

Þar sem ég vinn í ferðaþjónustu þá hef ég komist að því að þeir vilja margir hverjir bara tala sína þýsku og ekkert annað, þannig að ef maður þarf að tala við þá þá er ekki nóg að geta bara talað ensku.

Ég er ekkert að alhæfa að ALLIR Þjóðverjar séu svona, en það er alveg slatti af þeim.

hvað finnst ykkur?
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?