Narrator: When people think you're dying, they really, really listen to you, instead of just –
Marla Singer: – instead of just waiting for their turn to speak?

-Fight Club (1999)

Ég vaknaði með höfuðið fullt af hugsunum í morgun, eftir að hafa sofnað út frá Simpsons í gær.

Þátturinn hét “Jaws wired shut” og er númer 9 í seríunni sem er
verið að sýna á stöð 2 í sumar.
<örspoiler fyrir Simpson fans>
Þátturinn byggðist upp á því að Homer kjálkabrotnar og getur ekki talað í nokkrar vikur, þannig að hann áttar sig á því, að allir í fjölskildunni hafa eitthvað að segja, og komst að því að Afi og Maggie höfðu margt til málanna að leggja.

En tilgangurinn á þessari grein er ekki að dæma simpsons þátt heldu að segja:

Takið ykkur tíma til að hlusta á fólk, það leysir ótrúlega mörg vandamál, gefur þér tíma til að hugsa um hvað fólk er að segja og maður skilur betur hvað fólk er að fara og út af hverju tilfinningar brjótast um í fólki, í stað þess að hlusta bara til að komast að.

Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið, sem á í vandræðum með að segja réttu hlutina á réttum tíma, og fólki líður betur þegar það finnur einhvern sem virkilega hlustar, svo á ég erfiðann lítinn fjögurra ára bróðir sem er mjög skapstór og frekur, jaðrar við að vera ogvirkur. Hann tekur frekjuköst og sparkar og slær yfir minnstu hlutum, og flestir fara bara beint í að öskra á hann, en að er þannir með börn almennt, að gengur alltaf best að sýna þeim smá þolinmæði, tala við þau og komast að því hvað er að, semja við þau.
Þetta hefur gengið jafnvel á verstu köstin hans, og er skárra heldur en að taka hann og henda honum grenjandi inn í herbergi þar sem hann rústar dótinu sínu í bræði.

Ég er viss um að skilnuðum myndi fækka um einhverjar prósentur ef hjón töluðu saman, og hlustuðu á hvað hinn aðilinn hefur að segja.


Svo að mitt ráð er, verið þolinmóð, hlustið, og verið góð við hvert annað.

Vonandi var þetta ekki of langdregið, illa orðað og inná vitlausu áhugamáli.

kveðja