Citizen Berlusconi Sumir telja að myndin “Citizen Kane” er eins sú besta sem hefur verið gerð. Hún fjallar um fjölmiðlajöfur sem lætur vill meiri völd og peninga, blandar sig í stjórnmál, en sama hversu mikil völd og peninga hann fær, þá saknar hann bara gamla sleðann sinn, “rosebud”. Myndin var á þeim tíma gaggrýni á William Randolph Hearst sem einnig var stór fjölmiðlajöfur, hann varð afar reiður þegar myndin kom út og lét blöðin sín skrifa lélega dóma um myndina. Hún fékk engan óskar og telja margir það sýna hversu voldugur maður Hearst var.

Berlusconi sem er talinn stjórna 90% (einkareknum og ríkisreknum) af sjónvarpsfjölmiðlum á ítalíu notaði einnig fjölmiðlana til þess að gera lítið úr skandalnum sem hann gerði á evrópuþingi (hann líkti þýskum stjórnmálamanni við nazista í útrýmingarbúðum). Einnig var sett lög (af flokknum hans) sem voru til þess að vernda hann gegn því að hægt væri að dæma hann fyrir spillingarmál. Þrátt fyrir öll þessi mál þá lýtur það út fyrir að Ítalir styðja hann ennþá. Ætli það sé fjölmiðlum Berlusconis að þakka að þjóðin æsti sig ekki of mikið yfir öllum þessum skandölum?

Einnig er herra Berlusconi að leggja fram ný lög á ítalska þinginu sem á eftir að leyfa honum að auka við fjölmiðlaveldið sitt. Þessi breyttu lög eiga eftir að leyfa honum að bæta við sig útvarpstöðvar. (lesið meira hérna "http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/3053422.stm"

Fj ölmiðlar hafa gríðarlegt vald í nútímanum og þeir sem stjórna þeim geta greinilega leyft sér eitt og annað og hvað þá ef þeir eru einnig í stjórnmálum. Það er ekki einungis slæmt mál að forsetisráðherra Ítalíu stjórni fjölmiðlum, það er einnig slæmt að slíkur maður geti stjórnað svo stórum hluta fjölmiðla.

Það er hægt að deila um það að Norðurljós eru einnig að setja fjölmiðlalandslagið undir sig en sem betur fer er ekki hægt að sameina RÚV og Norðurljós. Það er ekkert nema slæmt að hafa of stóra fjölmiðla undir of fáum höndum, hvað þá undir höndum stjórnmálamanna. Sagan hefur sýnt það og mun sýna það aftur!
N/A