Það er alveg merkilegt hvað þeir sem standa að gatnamálum á höfuðborgarsvæðinu virðast eiga erfitt með að standa að þeim málum almennilega. Það virðist enginn gera sér grein fyrir því að þegar götuvitar verða jafn nálægt og gerist T.A.M. á snorrabraut verður það til að torvelda alla umferð. Síðan þegar bústaðavegur tekur við batnar ástandið ekki þar er búið að setja beygjuljós til vinstri. Þannig að mun minni tími fer í að beina umferð áleiðis niður í bæ og austur bústaðaveg. Þarna hefði hægt að beina þeim sem að myndu vilja beygja til vinstri á hringtorg sem væru sitt hvorum megin við gatnamótin þannig gætu þeir síðan farið yfir gatnamótin þegar ljósið er grænt þvert á Bústaðaveg.

Það virðist ekki einu sinni vera til bóta að þeir hafa næg fjárráð skemmst er að minnast á nýlegar framkvæmdir við mislæg gatnamót þar sem að nær ávallt er búið að setja ljós ofan á gatnamótin til að beina umferð. Ég tel það ennfremur vera kröfu á hendur gatnamálayfirvöldum að umferð um stofnæðar gangi eins vel og mögulegt er. Staðan í dag er sú að við erum með óskilvirkt gatnakerfi sem að veldur því að margir freista þess frekar að aka í gegnum íbúðahverfi einfaldlega vegna þess að það er fljótvirkara. Með allri þeirri hættu sem það hefur í för með sér fyrir íbúa þeirra hverfa.

Í dag virðast gatnamála yfirvöld ekki kanna áhrif umferðarmannvirkja hvort sem er til að tefja eða flýta umferð á aðra álagspunkta í grendinni eða taka við sömu umferð.