Er það ekki merkilegt að almenningssamgöngur hér á landi skuli vera jafn erfiðar og raun ber vitni. Ég segi fyrir mig að það er ekki ásættanlegt að þurfa að ætla sér um klukkutíma í að fara leið sem að tekur innann við 10 mínútur í bíl.

Það sem að ég man frá þeim dögum sem ég tók strætó er að á álagstímum er hann alveg fullur en annars nær tómur. Það sem að ég myndi vilja sjá gerast er að ferðum verði fjölgað helst verulega og verðið yrði lækkað. Það sem að ég myndi vilja ná fram með því er að minnka bílaumferð. Gera það þannig að fólk myndi líta á það sem valkost að taka strætó í vinnunna frekar en að vera á bíl. Til þess þarf maður að geta farið í strætó og ekki þurft að bíða eftir honum í heila eilífð. Auk þess þarf að lækka verðið þannig að fólk sjái sér hag í því að kaupa t.a.m. Græna kortið án þess að nota strætó á hverjum degi.

En allt myndi það kosta peninga og jú einhvern vegin þarf að borga fyrir þetta. Gott og vel, fyrir það fyrsta myndi þetta auka nýtingu vagna(fleiri færu með strætó), í öðru lagi væri þetta mikil hagur fyrir sveitarfélög þar sem að vonandi myndi bílaumferð minnka. Þar af leiðir minnkar þörf fyrir dýrar malbikunarframkvæmdir . Þannig að hugsanlega myndi þessi aukni kostnaður skila sér í því að þörf fyrir vegaframkvæmdir minnkaði.

Auk þess gæti þetta hafa ýmsa aðra kosti í för með sér ef þetta gengi upp. Mengun yrði minni, umferðarþungi minnkaði og slysatíðni myndi líklega minnka.