Ágætu Hugverjar.
Ég vil senda hér inn smá greinarkorn til að minna fólk á það
að láta ekki traðka á rétti sínum þegar það vil slá upp tjaldi á
ferðalögum sínum.

Fjöldi dæma er um það að landeigendur og aðilar sem telja
sig hafa yfirráðarétt yfir landi banni fólki að tjalda, þar sem það
hefur fullan rétt til þess.

Undirritaður þekkir núgildandi náttúruverndarlög ágætlega og
tók m.a. þátt í að semja þau á náttúruverndþingi fyirr 6 árum
og þau veita ríflegar heimlidir til að slá upp tjaldi þar sem fólki
þykir slíkt henta á ferðalögum.

Ég vil taka það skýrt fram að ég hvet líka alla til að ganga um
af virðingu við náttúruna og landeigendur. skilja eftir sig engin
ummerki og aka aldrei utan vega, né gera nokkuð sem getur
spillt ladinu. Fari fólk ekki eftir slíku er hætt við að viðhorfin
snúist ferðaglöðufólki í ohag með lagabreytingum sem
myndu taka þennan sjálfsagða rétt af okkur.

Nokkrir bændur hafa orðið uppvísir af ótrúlegum yfirgangi í
garð saklausra ferðamanna. Þar ber fyrst af öllum að nefna
bóndfan í Næfurholti i Landssveit. (næsta jörð fyrir ofan
Galtalæk) Í landi Næfurholts eru yndislega fallegir
skógarlundir og himnesk tjaldstæði við fallega læki. Á þessu
svæði hefur verið komið upp nokkrum torfinnanlegum
bannskiltum við tjöldun (þvert á rgildandi lög) og því hafa
margir freistast til að tjalda á svæðinu. Bóndinn þarna hefur
rekið fólk burt með harðri hendi og með hótunum og hafa því
miður flestir látið undan.
Þetta á ekki að líðast, því lagabókstafurinn er skýr og hvet ég
því sem flesta til að kynna sér þessi lög og standa á rétti
sínum þegar á reynir gagnvart yfirgangssömum
landeigendum.

Hér birti ég þvi þessa lagagrein og hvet alla til að afrita hana,
prenta út og hafa tiltæka í bílnum þegar ferðast er um landið
og löngun til að tjalda á fallegum stöðum kemur upp:

Lög um náttúruvernd 1999 nr. 44 22. mars

III. kafli. Almannaréttur, umgengni og útivist.
12. gr. Réttindi og skyldur almennings.
Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum
tilgangi.
Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna
ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.
13. gr. För um landið og umgengni.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og
öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra,
m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar
og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum
varðandi ferð og umgengni um landið.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og
vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða
göngustiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið
skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Sérstök
aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla,
veiðisvæði og veiðistaði.
För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða
rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra
laga og almennum skaðabótareglum.
14. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða
rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum
sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og
dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó
heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og
göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
För um ræktað land, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) og dvöl þar er háð
samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um
skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis
eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr.
Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í
samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi
almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið
eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

20. gr. Heimild til að tjalda.
Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 14.
gr., að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á
óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars
rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og
ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld er að ræða eða ef tjaldað er til
fleiri en einnar nætur.
Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða
þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu,
er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram
í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi landsvæði.
Á ræktuðu landi, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) má aðeins slá upp
tjöldum með leyfi eiganda þess eða rétthafa.
Við tjöldun skal ætíð virða ákvæði 17. gr. um bann við akstri
utan vega, svo og gæta fyllsta hreinlætis og varúðar á
tjaldstað.
1)L. 140/2001, 5. gr.
21. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.
Þegar sérstaklega stendur á getur eigandi lands eða rétthafi
takmarkað eða bannað að tjöld séu reist þar sem veruleg
hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af.
Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á
landi sínu er honum heimilt að beina fólki þangað og taka
gjald fyrir veitta þjónustu þar.



Ég vil líka benda fóki á rétt sinn til að slá upp tjöldum í
óbyggðum. víða hafa aðilar sem reka einhverskonar
ferðaþjónustu í óbyggðum sett upp bannskilti við tjöldun á
öllum vænlegum tjaldtæðum á stóru svæði í nágrenni
miðstöðva sinna. til slíks hafa þeir engan rétt og ber því að
virða þau skilti að vettugi. Jafnvel hef ég breytt slíkum skiltum
og pillað rauðu röndina sem er yfir tjaldið á skiltinu af, þannig
að skiltin hafa breyst í tjaldstæðisskilti. Öllum er heimlit að slá
upp viðlegutjöldum í óbyggðum á meðan ekki er ekið utan
vega og vel um landið gengið.

Ég vona að þessar línur hjálpi einhverjum við að finna
skemmtileg tjaldstæði og njóta heilnæmrar útiveru og geta
bægt frá sér aðilum sem eru að ofmeta rétt sinn til landsins.

að lokum vil ég benda ykkur á einfalda leið til að lágmarka
ruslið sem skilið er eftir. Auðvitað tökum við allt með og
skiljum ekkert eftir, því ef hægt er að koma með fullar umbúðir
með sér á staðinn, er ennþá minna mál að takak þær tómar
með sér heim aftur. En vissar afurðir viljum við helst ekki hafa
og þá á ég við notaðan klósettpappír. (oj!) En hafið með ykkur
lítinn brúsa af kveikjarabensíni og eldfæri. Setjið litla skvettu af
bensíninu á pappírinn strax eftir notkun og brennið. Þá er
allavega örlítið minna sem skilið er eftir. Passið bara upp á að
brennandi pappírinn fjúki ekki á tjaldið. (úbs!!)

Góða ferð og njótið sumarsins.

kv. Spanni

ps. að lokum vil ég hvetja alla til að fara og tjalda í landi
Næfurholts og hafa með sér meðfylgjandi grein úr
náttúruverndarlögunum til að standa á rétti ykkar. :o)