Ég veit að þetta er soldið gamalt og er kannski ekkert hita mál lengur en…

Þannig er. ég myndi telja mig umhverfissinnaða svona í meðallagi ég hef svo sem ekkeert öfgakendar skoðanir á hinu og þessu sem kemur náttúrinni við en þegar ég hef skoðun á því fynst mér að náttúran eigi að njóta vafans frekar en hitt. Um helgina fór ég upp að Kárahnjúkum til að skoða þessa rosalegu stöð og framkvæmdir. (Ég tek það fram að ég hef ekki verið hlynt þessum framkvæmdum en er kannski með svona meira alvegsama viðhorf.)Á leiðinni þangað er þetta ferlegt rask komin vegur yfir auðnina og ég fékk bara hnút í magan og vissi ekki við hverju ég ætti að búast. Svo komu kárahnjúkar í allri sinni dýrð, og þessi gljúfur. þetta var allt ofsalega snyrtilegt og verktaka fyrirtækið sem sér um framkvæmdina var búið að gera svona bílastæði eða útsýnispall svo að fólk gæti séð framkvæmdina og sem mest að byggingarsvæðinu. þetta gljúfur hafrahvammsgljúfur eða dimmugljúfur er þanig staðsett að það er ekki hægt að sjá það og áður en allar framkvæmdir byrjuði. þú sérð að það er þarna en ekki mikið meira. Stiflan að uppistöðulóninu er þannig staðsett að hæsti og mesti hluti þessa gljúfurs fer ekki undir vatn og vel sjáanlegt ofan af stífluni sem verður 800m löng og 200m há. fyrir þetta gátu bare einhverjir gummbátasnillingar og Ómar Ragnarsson séð sjálft gljúfrið. Vatns magnið er að sjálfsögðu mikið og það er örugglega alger óþarfi að gera virkunina svona stóra, en það sem fer undir vatn er ekkert guðdómlegt og eflaust landsvæði sem enginn tæki sérstaklega eftir undir venjulegum kringumstæðum. Þetta er ekkert sérstakt landsvæði fyrir dýr hvorki hreyndýr né gæsir, eina helst beitiland fyrir kindur en þær bíta bara hvar sem er. Ég var ferlega svekt yfir þessari virkun en eftir að hafa farið og séð svæðið finnst mér þetta ekkert svo agalegt, sorglegt en ekki svona ofsaæega rosalegt. Ég hvet ykkur til að skoða þetta með eigin augum, sjón er sögu ríkari.