Á BBC er athyglisverð grein um þróun vændismála í Delhí, höfuðborg Indlands:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/3023 826.stm

Þar segir m.a. að ungar stúlkur úr efnafjölskyldum stundi vændi í síauknum mæli, og að þeir dagar séu liðnir er viðskiptavinir urðu að venja komur sínar í fátækrahverfin til að þjaka bláfátækar stúlkur þar. Í dag hringja efnaðir kaupsýslumenn í dætur yfirstéttarfólks og koma á skyndikynnum gegn ríflegu gjaldi. Stúlkurnar leiðast út í þessa iðju með skemmtan eða skjótfenginn gróða í huga, sem þær nota til að kaupa skartgripi og dýran fatnað.

Nú rímar þetta ekki vel við þá mynd sem femínistar draga jafnan upp af vændiskonunni, að hún sé undantekningarlaust neydd út í þessa iðju vegna sárra báginda, fíkniefnaneyslu og fátæktar með bakgrunn kynferðislegrar misnotkunar. Sjálfur hef ég aldrei haft trú á því að sú mynd sé rétt, m.a. vegna þess að ég þekki persónulega tvær stúlkur sem voru bekkjarsystur í framhaldsskóla, en ákváðu í sameiningu að leggja stund á þetta til þess að verða sér úti um ríflegan aukaskilding.