Ég var að lesa um daginn “The world health report 2002” frá The world health organization (WHO)
Þar er fjallað um helstu dánarorsakir og helstu langvinna sjúkdóma um heim allan.
Heiminum er eðlilega skipt í svæði því ekki er hægt að bera saman heilsufarsvandamál í t.d. Afríku og Evrópu, það eru gjörsamlega öfug vandamál.

Mig langaði að fjalla lítillega um helstu dánarorsakir í hinum vestræna heimi sem eru :

1.OF HÁR BLÓÐÞRÝSTINGUR——————-22,0 %
2.REYKINGAR——————————-17,8 %
3.KOLESTROL——————————-16,1 %
4.OFFITA———————————-10,6 %
5.SKORTUR Á GRÆNMETI OG ÁVÖXTUM Í FÆÐI—–7,5 %
6.HREYFINGARLEYSI————————–6,4 %
7.ÁFENGI———————————–4,0 %
8.MENGUN———————————–1,2 %


1.Sæti
hár blóðþrýstingur helsta dánarorsök í vestrænu samfélagi.
Hann orsakast af meðal annars af streitu og því að neyta of mikils salts eða reykts matar og svo hreyfingarleysi.

Ég heyrði um daginn frétt um rannsókn sem var gerð á því hvaða áhrif “erfiðir” yfirmenn gætu haft á líðan og heilsufar starfsmanna sinna.
Mældur var blóðþrýstingur hjá fólkinu áður en það hitti “erfiða” yfirmanninn og svo var fylgst með honum allan tímann á meðan yfirmaðurinn var með starfsmönnunum.
Þá kom í ljós að blóðþrýstingurinn hækkaði langt yfir hættumörk strax og yfirmaðurinn kom inn og var svona hár allan tíman sem þeir þurftu að vinna saman.

Þessi rannsókn sýnir okkur hversu erfitt getur verið fyrir fólk að hafa áhrif á þennan sjúkdóm, því umhverfisþátturinn, streitan sem við búum flest við er svo mikill.
Sjúkdómurinn er þar að auki einkennalaus þangað til fólk sem af honum þjáist er annaðhvort mælt eða hreinlega fær slag.


2.Sæti.
Það ætti að koma fáum á óvart að reykingar eru í öðru sæti á þessum lista, enda vitað mál að reykingar auka tíðni á hjartasjúkdómum og fjölmörgum krabbameinum og eru t.d. 90% af brjóstakrabba rakin til reykinga.


3.Sæti
Í 3.sæti er of hátt magn kolestrols í blóði sem margir myndu ætla að ætti að falla undir offitu (sem er í 4.sæti). En svo er ekki. Því of feitt fólk þarf alls ekki að vera með hátt kólestrol og fólk með of hátt kólestról getur verið mjög grannt.
Kólestról er nefnilega spurning um hvers konar mat þú borðar en ekki hvort þér takist að brenna honum öllum af þér.
Amma mín er einmitt ein af þeim sem er svo heppin/óheppin að geta ekki fitnað. Þegar hún var orðin þrítug var hún ekki nema 45 kg og samt 170 cm á hæð. Hún gat borðað allt og gerði það því henni fannst hún eðlilega of mjó, drakk rjóma og borðaði spik.
Fyrir fertugt var hún búin að fá kransæðastíflur 3 sinnum og þurfti að breyta mataræðinu algjörlega ef hún ætlaði að lifa lengur.
Þetta er ekkert einsdæmi, svo getur spikfeitt fólk lifað fram í háa elli vegna þess að það bara borðar ekki þessa hörðu fitu, heldur bara mjúka fitu og sykur 


4.Sæti
Offita getur samt verið lífshættuleg eins og allir vita. Hún er í 4.sæti á dánarorsakalistanum og hefur mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem við það búa.
Samfélagið hefur mikla fordóma gagnvart offitusjúklingum, líklega meiri heldur en gagnvart nokkrum öðrum heilsutjónssjúklingum.
(sbr. aðila í grein hér á Deiglunni um reykingar sem sagði að feitt fólk væri það mikið ógeð að hann teldi það vera meiri sjónmengun heldur en reykingafólk væri loftmengun)

Svona viðhorf valda því að þeir verða oft þunglyndir og félagslega einangraðir sem gerir það að verkum að það er enn erfiðara fyrir þetta fólk að hjálpa sjálfum sér og bæta heilsuna. Því það vill ekki láta sjá sig á almannafæri eða á líkamsræktarstöðum og svo leitar það í mat sem huggun í þunglyndinu.

Enda hef ég stundum verið að pæla í því að ef 5 hver íslendingur er of feitur. Hvar eru þeir allir ? Ég sé aldrei nema tágrannt og fallegt fólk hvert sem ég fer. Einn og einn er kannski með smá vömb eða rass en ekki þannig að það geti flokkast til offitu til þess þarf maður að vera meira en bara ekki með kvikmyndastjörnulúkk.
Ég t.d. þekki bara 3 einstaklinga sem teljast of feitir og samt þekki ég mjög mikið af fólki.

Sem dæmi má taka að samkvæmt doktor.is, er kjörþyngd konu sem er 35 ára og er 170 cm á hæð, 54 kg-76 kg.
En flestar fyrirmyndir kvenna eru ekki nema rétt í kringum 50 kg sem er undir kjörþyngd og þó að kona sé með smá feitan rass eða læri og sé kannski 70 kg þá er það ekki hættulegt heilsu hennar. Sama gildir auðvitað um karlmennina.
Offitu ber að varast sem heilsuvandamál en ekki sem útlitsvanda - en gæta verður hófs hér sem annarstaðar, það getur verið alveg jafn skaðlegt að vera of grannur, konur verða t.d. ófrjóar og veikbyggðar og heilsulitlar, og eins og allir vita þá er vannæring er helsta dánarorsök í þróunarlöndunum svo augljóst mál er að við verðum að borða til að lifa 


5.Sæti
Í 5. sæti á listanum er atriði sem mér brá við að sjá. Skortur á grænmeti og ávöxtum í fæðu. Nú er málið það að neysla ávaxta og grænmetis getur komið í veg fyrir fjölda sjúkdóma, ákveðinna tegunda af krabbameini og hjartasjúkdóma.
Ég veit fyrir mitt leiti að ég borða allt of lítið af þessum matvörum sérstaklega ekki ávexti, það er í undantekningatilvikum - en grænmeti borða ég reyndar á hverjum degi þó í litlu magni sé.


6.Sæti
Í 6. sæti er svo hreyfingarleysi. Allir ættu að vita það nú orðið að líkaminn okkar var ekki búinn til fyrir þessi kyrrsetustörf sem meirihluti fólks vinnur við. Og því nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Sama hvort maður er feitur eða grannur – það skiptir engu máli.
Ég þekki mann sem er frekar feitur og á við offitu að stríða en hann hreyfir sig meira en flestir grannir menn sem ég þekki, hann æfir sjálfsvarnaríþrótt, á hunda sem hann gengur með daglega og spilar körfubolta. Hann borðar bara eðlilega, hollan og góðan mat, og ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum heilsufarslega séð, nema ef vera skyldi vegna baksins. Hans offita er af öðrum toga en hægt er að laga með einföldum ráðum, en hann heldur samt áfram að hreyfa sig ekki fyrir lúkkið heldur fyrir heilsuna.
Nú heyrir maður allt of oft að fólk segist þurfa að fara að hreifa sig meira, af því að það er búið að bæta á sig 5 kg eða eitthvað álíka.
Af hverju ekki að hreyfa sig alltaf ? Skítt með kílóin – þau koma hvort eð er oftast nokkur um þrítugt og ekkert hættulegt við það á meðan það fer ekki úr böndunum – en hreyfa sig alltaf, alla tíð, þá helst heilsan betri og kílóin verða ekki vandamál þó að þau séum kannski fleiri en á Ally MacBeal.


7.Sæti
Í 7. sæti er áfengisneysla. Það er þá lifraskemmdir, magasár, hjartasjúkdómar, áfengiseitrun, og svo slys og annað tengt áfengisneyslu. Hinsvegar er svolítið skondið til þess að hugsa að tíðni kransæðastíflna í suður Evrópu, t.d. Frakklandi er margfalt lægri en annar staðar í hinum vestræna heimi og er ástæðan talin vera vínást þessa þjóflokka. Því 1-2 rauðvínsglös á dag geta lækkað kólestrol og komið í veg fyrir kransæðastíflu 
En í meira magni er þetta farið að vera skaðalegt – svo það verðum að gera að gæta hófs hér sem annarstaðar.


8.Sæti
Í 8. sæti er umhverfismengun. Eitthvað sem við á okkar fagra Fróni þurfum lítið að hafa áhyggjur af, en er stórt vandamál í stórborgum heimsins.
Ég fór t.d. til Parísar fyrir nokkrum árum og í miðri ferð fór förunautur minn að veikjast og hósta mikið. Þegar heim var komið batnaði þetta ekki og hann fór til læknis. Hann reyndist þá vera kominn með lungnasýkingu af völdum loftmengunar.


Önnur atriði á listanum voru öll tiltölulega lá prósentulega séð svo ég ætla ekki að fjalla um það hér.
En þið getið skoðað skýrsluna sjálf ef þið hafið áhuga:
http://www.who.int/whr/2002/en/