Mýflugur eru ljót, lítil, leiðinleg, pirrandi kvikindi að mínu mati og finnst mér fátt meira pirrandi og leiðinlegt að vera að slá án flugnanets og þær bíta mann út um allt og maður er allur út í bitum eftir daginn… En svoleiðis er það að sumir fá bara alls enginn mýbit þótt að þeir séu án flugnanets og alls varnar, en nei ég… er með eitthvað gæðablóð greinilega, ef að ég og þrír aðrir eru að slá eru LANG flestar flugurnar í mér, síðan næst mestu í einum öðrum og síðan í hinum tvem eru engar eða einhverjar nokkrar, og í sumum eru flugurnar á þeim en bíta ekkert… Af hverju ?, ég veit það ekki, ég er ekki að skrifa þessa grein til að fræða ykkur um mýbit heldur til að spurja hópinn. Af hverju ráðast mýflugur á mig? :D… Er það út af blóðflokknum, gelinu(sem er alónauðsynlegt í þessari vinnu en ég er háður því), hæðinni, hverju ?… Eftir daginn í dag beit ein helvítis mýfluga mig við hliðinná auganu og það er einsog ég sé með glóðurauga.. Ég er með 5bit á hálsinum, eitt á maganum og eitt bakvið hægra eyrað og annað við hið vinstra.. Hinn náunginn sem var að vinna með mér er með 0 mýbit!.. Þetta finnst mér stórfurðulegt mál :) Þessi litlu dýr eru tilgangslaus.. er ekki hægt að útrýma þessu rusli! :D En endilega segið mér hvað veldur því að ég er nr. 1 fórnarlamb mýflugna :) (ætlaði að gera lengri grein, varð eittvað stutt :D)

kv JoZi