Að mínu mati og margra annarra er dómurinn fyrir þessa menn bara hlægilegur, ég hef heyrt dæmi um að menn sem hafa nauðgað saklausum börnum eða jafnvel bara venjulegir nauðgarar hafa ekki einu sinni setið inni.
Það er ógeðslegt, er verið að selja sál okkar á einhverju ódýru verði í dómshúsinu?
Dugir það að mennirnir borgi fórnarlambinu einhverjar skitnar 600 þúsund krónur fyrir að hafa eyðilagt líf þeirra?
Ég held ekki og mér býður við þessu öllu saman.

Flestar stúlkur sem hafa verið nauðgað þora ekki að kæra því þær vita af því að maðurinn mun sleppa og jafnvel áreita þær eftir dómshöldin.

Ég þekki stelpu sem var nauðgað af fósturpabba kærasta síns, hún kærði og málið fór fyrir dóm 3 árum seinna, maðurinn slapp við fangelsið en greiddi henni einhverja nokkra þúsund kalla.

Þekktur barnaníðingur frá Hafnarfirði gekk laus afar lengi þangað til bróðir eins fórnarlambsins tók til sina ráða og drap hann sjálfur, Bróðir fórnarlambsins fékk lengri dóm en barnaníðingurinn.

Á að láta það viðgangast í þessu samfélagi að þessir menn gangi um lausir og heldi áfram að nauðga og misnota?

Smyglarar og dópsalar fá allsvakalegan dóm fyrir sín athæfi (og það með réttu) en að svona viðbjóðir fá að ganga lausir strax að loknum réttarhöldum er bara svívirðilegt.

Mig langar ekki til þess að einhver barnaníðingur kenni barninu mínu á leikskóla, ég vil ekki eiga hættu á því að fá barnið mitt heim hágrátandi vegna þess að einhver kall var að snerta það á óviðeigandi hátt.
Ég vil geta stoppað þetta áður en ég fer að hafa áhyggjur af barninu mínu.

Ég vil örugga framtíð fyrir barnið mitt.
“Land Of The Ice And Snow”