Einhvern veginn finnst mér ég alltaf sjást að ungmenni séu afskræmi þjóðarinnar með dónaskap og frekju, ungmennin keyri illa og ungmenni hitt og þetta… en mér finnst þetta alrangt, gamla fólkið er alveg jafn vont ef ekki verra… ´Núna hef ég unnið í búð í 1-2vikur ekki mikið en ég er búinn að sjá það að sumt gamalt fólk er alveg ótrúlega pirrað dónalegt, með frekjuskap, heimtufrekju, riðjast fram úr og um daginn sá ég gamla konu reyna að stela…. Þetta er alveg ótrúlegt, gamla fólkið sumt segir ekki hæ, góðan daginn, gott kvöld eða heilsar, og segir ekki takk… Ég er ekki að segja að allt gamalt fólk sé svona sumt gamalt fólk er mjög indælt. Mér finnst unga fólkið standa sig mikið betur í kurteisinni, þau segja oftast góðan dag, hæ, halló, gott kvöld, eitthvað… Það segir takk eftir viðskipti og fl. Síðan er það að gefa til baka það er miklu meiri frekjugangur í gamla fólkinu ef að það vantar t.d. einakrónur og einhverri gamalli konu vantar 2krónur til baka þá bíður hún frekar með frekjuskap og læti meðan röðin lengist og lengist í staðinn fyrir að segja bara kurteisislega, það skiptir ekki máli, eða eitthvað þannig.. Unga fólkið segir það frekar. Um daginn afgreiddi ég gamla konu og hún skilaði einhverjum ferskjum eða eitthvað því að ég hefði óvart skrifað vitlaust númer þegar ég vigtaði og gerði númerið fyrir plómur or sum, það munaði 8kr… og hún var kolklikkuð og alveg yfirsig hneyksluð. meira röglið… En jæja nóg um verslun og fl. Sagt er að unga fólkið keyri einsog fávitar í umferðinni(einsog með allt hérna eru til undartekningar á öllu) og er mesti slysaaldurinn 17-25 eða eitthvað þannig.. En auðvitað er það bara út að því að flestir keyra á þessum aldri og + Það að töffarastrákar “leika” sér á bílunum og klessa á og voða gaman gaman… En gamla fólkið er alveg út úr kú stundum… Ef að það væri jafnmikið af gömlu fólki milli 65-80 í umferðinni og 17-25 þá mundi þar vera háu tölurnar… Tökum eitt dæmi, afi minn er með ökuskírteini, samt er hann með alzheimer á ekki bíl og er á heilsuhæli… Þegar ég og pabbi minn fórum einu sinni í bæinn þá stoppuðum við fremst á rauðu ljósi.. og afi var með og var framm í og hann fór að skamma pabba fyrir að stoppa umferðina…! S.s. afi minn hefði bara flogið yfir á rauðu og þar sem var mikil umferð bara klesst á og mikið tjón, eignar og mann orðið. Það sem ég er að segja er að reyna að hafa ekki svona mikla fordóma gagnvart þeim ungu þegar þeir eldri eru eins eða verri.