Atvinnuleysiskerfið er að verða þannig að fólk kemst upp með að lifa á bótunum þó það hafi í rauninni ekki rétt á þeim. Vegna þess að ríkið er með atvinnuleysisbótunum að borga fólki fyrir að vera til staðar sem vinnukraftur þegar það þarf á því að halda en ekki borga fólki svo það geti verið heima og gert það sem það vill og neytað að taka við vinnum sem þeim er boðið. Ég hef líka heyrt um nokkur dæmi þar sem fólk í svartri vinnu, á atvinnuleysisbótum og fer svo í matar- og fataúthlutun hjá mæðrastyrksnefnd í hverri viku!
Ég er með hugmynd um hvernig má stöðva misnotgunina. Hún er sú að fólk á bótum vinnur hjá ríkinu í einskonar „atvinnuleysisvinnu“ eða þannig að það vinnur fyrir bótunum og hefur svo ýmis réttindi til að hjálpa þeim að komast í aðra og betri vinnu. Til dæmis að uppsagnarfrestur sé mjög stuttur og að það væri hægt að gera gagnagrunn yfir þetta fólk þar sem menntun, og hve duglegt það sé og svoleiðis kæmi fram, þar sem fyrirtæki sem leituðu að fólki gætu skoðað.
En ef fólk mætti ekki eða ynni hryllilega illa og svoleiðis mætti auðvitað reka það.
Með þessu væri hægt að efla heilbrigðiskerfið all verulega, og sama má segja um menntakerfið og margt annað sem er ábótavant í þjóðfélaginu. Það yrði líka örugglega hægt að lækka skatta eftir smá tíma þó að það kosti að koma þessu í gang.
Ég veit að það er til fólk sem getur ekki unnið en er ekki fatlað eða neitt þannig vegna t.d. ef það er einstætt og með lítil eða veik börn (þetta fólk er ekki atvinnulaust, það getur ekki unnið sem er ekki það sama), en ég held að það væri hægt að leysa það með styrkjum sem fólk gæti sótt um styrki sem væru svo endurmetnir á nokkurra mánaða fresti.
En kannski væri jafnvel hægt að virkja þau líka… Ef þetta fólk kann á tölvur getur það unnið í gegnum þær, aðrir gætu farið yfir bókhöld, saumað og margt fleira, þó það yrði kanski erfiðara að koma því á en gæti þá gerst síðar.
Þetta yrði öllum til góða nema kannski þeim sem vilja ekki vinna.
Málið er að þá hefðu allir vinnu sem vildu og meiri nýting yrði á peningunum sem ríkið borgar í bætur sem hefði meðal annars í för með sér betra velferðarkerfi og lægri skatta.
Ekki satt?
FluGkiSan!!!