ÉG veit ekki alveg hvort þessi pæling mín á erindi inná þetta áhugamál, en þar sem Harry Potter bækurnar eru svolítið áberandi þessa dagana þá getur það varla skaðað.
Eins og allir aðdáendur Harry Potter ættu að vita mun fimmta bókin um galdrastrákinn koma út núna á laugardaginn kemur. Það ætti allavega ekki að fara framhjá neinum miðað við þá umfjöllun sem bókin hefur fengið í fjölmiðlum… kannski ekki íslenskum fjölmiðlum en aðdáendur hafa líklegast ekki látið þetta framhjá sér fara fyrst meira að segja ÉG var með dagsetninguna á hreinu (ég hef ekki opnað Harry Potter bók, þótt ég hafi svosem ekkert á móti stráknum, hef bara ekki komið mér í þetta ennþá)
Anyway… það sem ég hef tekið eftir með þessar bækur er öll geðsýkin í kringum þær… allt virðist vera vitlaust í kringum þessar blessuðu bækur… þær eru brenndar á báli og ég veit ekki hvað. Ef eitthvað kemur fyrir höfundinn, hún fær “writers block” eða segir eitthvað um bækurnar svo óviðkomandi heyri til er það forsíðufrétt og dreift eins og um þvílíkt mikilvægar upplýsingar fyrir mannskynið væri að ræða. Svo er það efni sem ekki er búið að gefa út geymt svo vandlega að það mætti halda að það væri um einhver ríkisleyndarmál að ræða.
Nú er ég ekki að setja út á Harry Potter aðdáendur sem slíka því auðvitað eru það ekki þeir sem skapa þessa geðsýki heldur viðrast fjölmiðlarnir vera að snúast í hringi í kringum sjálfa sig vegna þess hvað þetta er allt saman merkilegt og stórkostlegt!!!
Fyrir stuttu hélt ég að þetta væri bara eitthvað sem gerðist í Bretlandi og tengdi þetta á engan hátt við útgáfu bókarinnar hér heima. Það vill svo til að ég er að vinna hjá fyrirtæki sem sér um innflutning á bókinni þannig að ég fékk að finna fyrir því hvað þetta þykir mikið mál þarna ytra… Í dag kom sending af innsigluðum kössum… voru þeir innsiglaðir og skýrt merktir að þá mætti hvorki opna, stilla upp né selja fyrr en 21. Júlí. Ok, ekkert mál, nema það að það mátti ekki neinn vita hvað var í þessum kössum (eins og við hefðum ekki fattað það strax) og það mátti ALLS ekki opna þá… Þegar vara kemur í búðir er nú eðlilegt að það þurfi að setja strikamerkið inn í kerfið, skrá hvað pakkningin inniheldur mikið magn, og hvað hún er stór og þung og svona, en það mátti alls ekki með þessar bækur. Fyrirtækið var búið að skrifa undir að ekki yrði snert við kössunum og ekki eitt stykki færi út úr húsi fyrr en á miðnætti 21. Júlí… annars mættu útgefendur ytra fara í mál við okkur… það má sem sé ekki senda vöruna út úr húsi í búðirnar fyrr en á miðnætti 21. hvernig eiga þær þá að komast í búðirnar? Hvernig eiga aðdáendur að geta nálgast hana á fyrsta söludegi? Ekki ætla ég að mæta í vinnuna á miðnætti á laugardaginn til að koma þessu út… Það er ekki einusinni unnið þarna um helgar en sénsinn að það verði beðið með útgáfuna fram á mánudag. Svo er Penninn-Eymundson, Austurstræti búnir að auglýsa að þeir ætli að opna á miðnætti til að íslendingar geti fengið að vera með þeim fyrstu sem kaupa bókina… hvernig ætla þeir að fara að því? Bækurnar mega ekki vera í búðinni á miðnætti. Þær eiga að vera á sínum stað, í kössunum… þá á eftir að keyra bækurnar í búðirnar og taka þær uppúr kössum og setja í hillur… á fólkið þá bara að standa rólegt á meðan? Annars eigum við, jú, á hættu að vera kærð…
Ég veit nú ekki hvort ykkur finnst þetta eitthvað merkilegt… mér finnst þetta bara svo hrikalega hallærislegt sjálfri. Þeir eru svo mikið að passa það að það leki ekki út upplýsingar að það var ekki einusinni hægt að fá eintak til að þýða áður en bókin kom út… þeir treysta engum… hvað halda þeir að fólk sé eiginlega… vill einhver heyra endinn á bókinni frá einhverjum öðrum áður en hann les hana sjálfur? Held að þetta sé allt of stór skammtur af stressi hjá þeim og alveg óþarfi að láta svona… þetta er bara bók ;)
En já, svo ég komi mér nú að því sem ég var upphaflega að pæla með þessu þá fór ég að velta fyrir mér eftir að hafa orðið vitni að öllu þessu bulli, hvort þetta væri sú ímynd sem fólk er að reyna að markaðssetja… Á Harry Potter ekki að vera holl lesning fyrir börn og unglinga? Ég sé bara EKKERT hollt við öll þessi læti í kring um þetta… Boðskapurinn er fyrir löngu fokinn út í veður og vind og mér finnst þetta snúast um fátt annað en sölumennsku og vel heppnaða markaðssetningu og þetta verður bara til þess að ég nenni ekki að lesa þetta… enda leiðast mér svona æðisköst þar sem það er alveg svakalega mikið í tísku að hafa áhuga á einhverju ákveðnu… í þessu tilfelli Harry Potter… Ég held að þetta hafi örugglega ekki verið upphaflegi tilgangur J.K. Rowling með bókunum og í stað þess að skapa eitthvað skemmtilegt lesefni fyrri börn er hún búin að skapa ringulreið og brjálæði… og það í kringum einhverja skitna útgáfudaga og falsfréttir fyrir einhver æsifréttablöð.
Æi, ég veit það ekki, ég er bara búin að missa alla trú á ágæti þessara bóka og vona að þessum látum eigi eftir að linna og höfundurinn sjái hvað það er í rauninni fáránlegt að þetta sé í rauninni farið að snúast meira um peningana heldur en söguna sjálfa, eins og svo margt annað í þessum heimi… Kannski hefur hún ekkert að segja, ég veit minnst um það, en kannski hefur bara öll þessi skyndilega frægð stigið henni til höfuðs og hún er hætt að sjá það sem skiptir máli…
Ég hef litla trú á því að æði sem þetta hafi góð áhrif á æskuna… hún verður bara vitni af því hvað heimurinn er í rauninni bilaður að æsa sig yfir svona veraldlegum hlutum… og ég held að það sé ekki beint hollt. Eða verða þau kannski ekkert vör við þetta? Ég held þau hljóti að finna þetta á einhvern hátt.
Hvað finnst ykkur?
Þú ert ekki orðin drukkin ef þú getur legið á gólfinu án þess að halda þér í ;)