Það hefur borði nokkuð á því hér á Huga undanfarið að menn hafa verið atyrtir fyrir það að hafa hina eða þessa skoðunina. En þetta er fylgifiskur þess að í landinu er tjáningarfrelsi. Tjáningar og skoðanafrelsi gefur þér einmitt rétt til að hafa skoðun og láta hana í ljós en það gefur líka öðrum rétt til að vera ósammála.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
(Heimild: stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)

Þó er rétt að benda á

180. gr. [Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.]

og

[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
(Heimild: Almenn hegningarlög)

Það væri nú fínt ef einhver lögfróðari en ég myndi koma með einhverja túlkun á því hvort að það hvort að þessum ákvæðum sé almennt beint eða hvort reyni á þau fyrir rétti.

Ég tek fram að ég er sjálfur fylgjandi því að allir hópar njóti jafnréttis til allra hluta í þjóðfélaginu. Sama hvaða nafni hann nefnist.