Í þessari grein er ég að tala um skólaár grunnskólakrakka því ég veit ekkert hvernig þetta er í framhaldsskóla eða slíku..
Hver man ekki eftir því þegar sumarfríin voru frá 29. - 31. maí til 3. - 5. september..?
Og þegar jólafríin voru frá svona ca. 20. desember - 6. janúar?
Og auðvitað páskafríið sem ég held samt að hafi breyst minnst.
Núna er þetta allt annað?
6. júní til 24. ágúst eða eitthvað þannig.Sem þýðir að til alls er verið að stytta þetta um svona ca. mánuð held ég. En það fáránlega er samt það að maður er ekki að gera neitt þessa síðustu skóladaga. Það er bara verið að halda manni í skólanum..
Þessi vika í skólanum hjá mér var svona (ég er í 7. bekk)…

Mánudagur

8:10 - 9:30

Spila og það mátti velja um skák, félagsvist, svartapétur og eikkað eitt enn…

9:30 - 12 eða eikkað…

Það mátti velja um vettvangsferð í Norðurljós, Ölgerðina Egil Skallagrímsson og svo var það förðun eða eitthvað eitt enn..

Þriðjudagur

8:10 - 9:30 það sama og fyrst..

9:30 - 12 eða eikkað

Vettvangsferðirnar 2, horfa á video (nánar tiltekið Grease) epða hjólaferð…

Miðvikudagur

8:10 - 10

Horfa á MIB eða spila eitthver spil…

10

Einhver 2 tíma ratleikur um allan Laugardalinn!!!


Fimmtudagur

Fórum í eitthverja ferð til Heiðmerkur sem var hundleiðinleg.Það var bara að labba í klukkutíma, éta og leika sér smá, labba til baka, leika sér smá og fara svo…


Föstudagur

Á morgun sækjum við einkunnirnar okkar.



Eins og þið sjáið er þessi vika alveg fullkomlega gagnslaus.Ég valdi Norðurljós og Ölgerðina og það var alveg fínt en svo var hitt alveg hræðilegt. Hundleiðinlegur ratleikur og leiðinleg og gagnslaus ferð.
Þetta er allt eitthvað sem mætti alveg sleppa er það ekki?
Maður lærði ekkert mikið á þessu. Það er bókstaflega verið að halda manni í skólanum.
Ég held ég veldi frekar að vera heima heldur en að vera í þessu öllu…

Vil endilega heyra comment og hvað ykkur finnst um þetta kjaftæði…

PS. Til gamans þá er ég í Langholtsskóla…

PS2. Ætti að skrifa beiðni til menntamálaráðherra eða bara að láta þetta ekki fara lengra?

Takk fyrir,
SlimShady
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.