Haft er eftir aðstoðarhermálaráðherra BNA, Wolfowitz, í síðustu viku að afvopnun hafi verið notuð að hluta sem tylliástæða fyrir innrásinni í Írak. Önnur veigamikil ástæða hafi verið að hernema landið til að geta sett þar bandarískar herstöðvar.

http://www.reuters.com/newsArticle.jhtml ?type=topNews&storyID=2840293

Ruv segir raunar frá því í gær að Wolfowitz hafi gengið enn lengra í þessari viku og viðurkennt að olía hafi verið meginástæðan, en ekki hefur mér tekist að finna staðfestingu á þeirri frétt enn.

Það þarf vart að fjölyrða hvers konar klemmu svona yfirlýsingar setja Blair í, nú þegar verið er að grilla hann í þinginu fyrir meintar lygar. Þessi Wolfowitz er enda ótrúlegur mótorkjaftur, og hefur margoft veitt dýrmæta innsýn inn í það sem raunverulega vakir fyrir bændum í Vosbúðartúni með lausmælgi sinni.

Það virðist allt vera á sömu bókina lært með þetta Íraksmál: lygar og falsanir.