Nú stendur það í lögum um forseta Íslands að forsetinn megi beita neitunarvaldi og neita að skrifa undir lög sem samþykkt eru af Alþingi Íslendinga, eða eins og stendur í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. (http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/125b/1944033.html&leito=forseti#word1)

Nú þar stendur einnig að forseti skuli ekki vera meðlimur í neinum sjórnmálaflokki og er það túlkun flestra, ef ekki allra lögfræðinga og stjórmálaspekinga að hann skuli vera ópólitískur.

En hvað gerist ef forsetinn neitar að skrifa undir lög sem voru samþykkt frá Alþingi Íslendinga. Jú lögin öðlast gildi og síðan á að bera þau undir þjóðaratkvæðisgreiðslu, líkt og kveður á um í ofangreindri grein. En með því að neita að skrifa undir lögin er forsetinn þá ekki búinn að taka pólitíska ákvörðun. Hann er búinn að taka þá ákvörðun að treysta ekki lýðræðislega kjörnu þingi til að framfylgja vilja þjóðarinnar, þessarar sömu þjóðar og kaus alþingismennina til að framfylgja sínum vilja.

Ef menn horfa á málið frá þessum sjónarhóli, þá felast þverstæður í lögunum og þar af leiðandi er neitunarvaldið bara til sýnis, það er ekki vald í raunverulegri mynd, þar sem því má ekki beita án þess að brjóta lögin.

Ég tel að þetta sé eitthvað sem þurfi að breyta, lögin hljóta að þurfa að vera þannig að ekki séu neinar „loop holes“ í þeim.

En endilega látið í ykkur heyra varðandi þetta mál, ég tel það vera brýnt að það verði rætt hérna í netsamfélaginu líkt og verið er að ræða það í „hinum raunverulega heimi“