Hæ Allir.

Ég vil endilega deila því með ykkur sem ég lenti í. Þannig er mál með vexti að ég er félagi í Íþróttafélaginu Öspinni, sem er Íþróttafélag þar sem bara fatlað fólk keppir. Auðvitað er fötlunin mismunandi, sumir eru hreyfihamlaðir, aðrir þroskaheftir og þar fram eftir götunum. Þetta atvik sem ég lenti í gerðist þegar ég var að keppa á lyftingarmóti. Ólafur Ólafsson formaður asparinnar kemur inn og er að fylgjast með mótinu og segir síðan allt í einu við mig “Djöfull ertu feitur drengur ég skil ekki hvað Sigrún Huld ( kærastan mín ) sér við þig” og mér brá illilega. Ég sagði ekkert að svo stöddu þar sem ég var að keppa en síðan eftir mótið þá fer ég fram í stóra íþróttasalinn í ÍFR húsinu í hátúni og hann endurtekur þetta tvisvar í viðbót í viðurvist fleira fólks. Ég var alveg brjálaður og labbaði burtu.
Mér finnst svona hegðun vera alveg til skammar og ákvað að segja mig úr félaginu vegna þess að maður á ekki að láta koma svona fram við sig. Hann er formaður félags þar sem fatlað fólk er að stunda íþróttir og þótt að honum líki ekki við fólk sem er ekki með það vaxtarlag sem hann kýs helst þá á hann ENGANN RÉTT á því að vera með svona dónaskap og vega að manni. Eins og ég sagði að þá heitir kærastan mín Sigrún Huld og hún er þroskaheft eins og ég. Það hefur engin gert jafnmikið fyrir þettta félag ( Íþróttafélagið Ösp ) og hún enda stóð hún sig ávallt frábærlega þegar hún keppti í sundi fyrir Íslands hönd og svo vogar hann sér að vera með svona dónaskap útaf því að honum líkar ekki vaxtarlag mitt. Þetta er alveg út úr kortinu maðurinn ætti að læra mannasiði og segja af sér sem formaður asparinnar enda sýnir hann með þessari hegðun að hann er gersamlega óhæfur til þess að gegna því embætti.
hvað finnst ykkur um þetta mál. Ég vil endilega fá ykkar álit á þessu.

Takk fyrir.

Emil Ólafsson ( fyrrverandi félagsmaður í Íþróttafélaginu Ösp )