Talandi um kommúnisma Hérna kemur smá hlussa um kenningar Marx.

Hafa skal það í huga að mér finnst “sósíalismi”, “marxismi” og “kommúnismi” vera sami hluturinn… öruglega einhverjir sem eru ósammála….

Árið 1818 fæddist drengur í Trier (sem nú er í þýskalandi) sem átti eftir að þróa eina áhrifamesta hugmyndafræði mankynsins. Drengurinn var skýrður Karl Marx. Enn í dag er fólk ekki sammála um hvort þessi drengur frelsaði verkalýðinn eða hvort hann sundraði samfélögum. Karl Marx fæddist á tíma þegar miklar framfarir voru í iðnaðinum og samfélagið var að þróast. Menn voru farnir að rannsaka umhverfið sitt kerfislega og samfélagið var td. eitt viðfangsefnið. Marx fór til Berlínar til þess að læra lögfræði en stundaði síðan seinna heimspeki. Á þessum tíma (um 1845) voru miklar breytingar í pólitík, ný öld var runnin upp sem krafðist nýrra hugmynda. Marx stúderaði hugmyndir Hegels og þróaði nýja kenningu sem hann nefndi sósíalisma eða kommúnismi. Í dag kallast þessi pólitík Marx “Marxisma” en það nafn fær örugglega Marx gamla til að snúa sér við í gröfinni sinni þar sem hann vildi ekki að nafn sitt væri beint kennt við þessar kenningar hans. Hann taldi kenningar sínar vera verkalýðsins.

Marx var mikill aðdáandi Hegels og kenningum hans, en taldi hann hafa snúið sínum eigin kenningum á hvolf. Hann leiðrétti kenninguna og þróaði “sögulega efnishyggju” eða “Díalektík”. Með Sögulegri efnishyggju taldi hann sig geta útskýrt átök í samfélaginu. Grunnur samfélagsskipunaninar eru þau framleiðsluöfl sem stjórna. Td. eru framleiðsluöflin öðruvísi á miðöldum (landbúnaður aðalega) en hann er í dag (fjöldaframleiðsla í verksmiðjum). Framleiðsluöfl skapa framleiðsluafstæður, sem er samband á milli stétta (lénskipulagið og kapitalismi td.), þeas. hvernig fólk hegðar sér gagnvart hvert öðru út af því hvaða stöðu það hefur í samfélaginu (bóndi og lénsherra; verkamaður og verksmiðjueigandi). Á þessum grunni (framleiðsluöfl og framleiðsluafstæður) byggðist síðan yfirbygging samfélagsins, yfirstéttin sem notar hugmyndarfræði til þess að réttlæta þetta skipulag (frelsi einstaklingsins td. í kapítalismanum), trúarbrögð til þess að telja fóli trú um að þetta sé hin rétta stjórn (td. að konungurinn er valinn af guði) lög til þess að viðhalda skipulaginu (lög gegn verkalýðsfélögum á sínum tíma).

Þegar framleiðsluöflin breytast (eins og í iðnvæðingunni) myndast missamræmi milli aflana og framleiðsluafstæðanna. Fólk krefst breytinga á nýjum tímum. Hugmyndarfræði yfirstéttarinnar dugar ekki lengur og einhver breyting verður að gerast. Breytingin getur átt sér í stað í formi byltingu, eða þróunar. Grunnurinn (framleiðsluöflin) færast fram og nýjar framleiðsluaðstæður myndast sem þýðir að ný yfirbygging myndast einnig með hugmyndarfræði til þess að réttlæta aðstæðurnar. En hafa skal það í huga að gamla yfirstéttin gefst ekki upp auðveldlega upp, hún mun nota vald til þess að halda gamla ástandinu óbreyttu.

Kommúnistaávarpið var skrifaði hann auk hjálpar frá Fredrich Engels öðrum árið 1848. Það rit er talið biblía sósíalista og hefst á orðunum “Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans”. Með þessum orðum lýsir hann hvernig valdastéttir í Evrópu sjá kommúnismann, sem vofu og sem ógnun. Kommúnistaávarpið átti þá eftir að vera endurskrifað nokkru sinnum aftur.

Þrátt fyrir að kommúnistaávarpið er eitt frægasta verk hans er “Das Kapital” þó frægara. Í þessu riti (sem hann náði ekki að klára) lýsir hann eðli kapítalismann, hvernig er hægt að berjast við hann og spáir dauða kapítalismans. Marx deildi fjármagni upp í tvo megin hluta, dautt og lifandi fjármagn. Dautt fjármagn var það fé sem búið var að fjárfesta í auðlindum og framleiðslutækjum. Þetta fé skilaði ekki hagnaði. Hið lifandi fjármagn var laun verkamanna, þar var það fé sem flæddi um samfélagið. Hann notaði hugtakið “kaupmáttur” sem þýðir það sem vinnandi fólk (sem mynda notendamarkaðinn) á efni á að kaupa. Ef samkeppni kapítalismans neyðir framleiðendur til þess að lækka verð á vörum sínum lækka þeir einnig laun starfsmanna þeirra, sem veldur því að kaupmátturinn minnkar, færri vörur seljast og framleiðendur lenda í enn harðari samkeppni og þurfa að lækka laun starfsmanna enn meira… svo heldur vítahringurinn áfram. S.k.v. kenningu hans lækkar hagnaður kapítalismans hægt og rólega og mun að lokum enda í kolfalli hans.

Marx þorði ekki að spá fyrir beint um hvernig kommúnista ríki verður. Það má segja að Marx lifði ekki nóg og lengi til þess að komast það langt. Hann lét byltingaleiðtoga eins og Vladimir Lenín, Fídel Castro og Maó um það, sem allir hafa sett upp kommúnistaríki á sinn hátt. Það eina sem hann sagði var að ef allt fer á besta veg þá munu maður gefa það sem maður getur gefið og uppskera það sem maður þarf. Marx lagði áherslu á hina svokölluðu “alþjóðabyltingu”. Mikilvægt væri að allur heimurinn mundi sameinast undir fána kommúnismans. Eins og er í dag eru aðeins fá kommúnistaríki. Þau eiga öll í vanda. Sumir telja það vegna þess að kommúnista ríki geti ekki virkað í kapítaliskum heimi. Kapítalistar og sósíalistar geta ekki sæst. Annað hvort verður alheimsbylting eða engin bylting.

En afhverju er ekki kapítalisminn búinn að eyða sjálfum sér. Er kenning Marx röng. Sumir telja það en það getur líka verið að sósíalisminn hefur bjargað kapítalismanum, verið einskonar mótjafnvægi til þess að halda samfélaginu gangandi. Uppvakning verkalýðstéttarinnar hafði þá afleiðingu að verkamenn kröfðust hærri launa og þannig jókst kaupmátturinn. Það sem einnig einkennir kapítalismann er það að hann reynir að aðlagast nánast öllum aðstæðum. Það er í þeirra hagsmuni að halda verkalýðstéttinni ánægðri annars hafa þeir séð hvað gerist. Td. eins og á Kúbu, í Kína og Rússlandi þar sem yfirstéttin missti allar eigur sínar til verkalýðstéttarinnar. Byltingin í Rússlandi var viðvörun til allra yfirstétta í heiminum. Einnig var hlutafyrirtæki ekki með í kenningu Marx. Hann reiknaði með því að auðurinn mundi færast upp á færri hendur. En með hlutafyrirtækjum dreifist hann meira í samfélaginu. Einnig hefur R&D (research and development) lækkað kostað framleiðslu þannig að ekki þarf að lækka laun verkamanna.

Hvernig er framtíð Sósíalismans? Eins og eru það fáir sem aðhyllast kenningar sósíalista. Verkalýðstéttin hér á vesturlöndum hefur það einfaldlega of gott til þess að vilja berjast. Annað er kannski að segja um þriðja heiminn. Þar hafa núþegar verið reyndar nokkrar kommúnista byltingar með mismiklum árangri. Þó er ennþá mótspyrna í fólki og hver veit hvað næsta bylting verður. Svo lengi sem það er fátækt og nauð hér í heiminum þá munu það vera einhverjir sem lesa spádóma Marx um byltinguna og nýtt samfélag.

–krizzi–
N/A