Ég sendi þessa grein hér á deiglan því að þetta er í raun svipmynd af lífstíl Besta vinar míns frá því í barnæsku, Bóbó, Bóbó dó úr alnæmi fyrir stuttu. Hann skildi ekki margt eftir sig en þó eina dagbók sem hann hafði skrifað í árum saman. Hér ætla ég að birta nokkur brot úr dagbókinni hans.


11 Janúar 1993

“Ég hef verið að spá að undanförnu, hvað er að því að búa á hlemmi? Það er frítt húsnæði, hiti, og stutt í allt. Klósett, sjoppa, skvísur og sjálfsalar allt í einu húsi.”


Það er rétt að benda á að Bóbó hafði mikið dálæti af sjálfsölum. Ég setti þetta efst því þetta er byrjunin á endanum. Tíminn þegar Bóbó fór að líta hýru auga til hlemms.


13 Sept. 1993

“Ég hef gert upp hug minn, ég ætla að flytja til hlemms. Ég gerði upp hug minn endanlega þegar ég varð ástfanginn af Dísu. Dísa er Kóka Kóla sjálfsali af 88. árgerðinni með skínandi magavöðva og þröngt gat að framan. Stinnann rass og kynþokkafullan botn. Þetta varð ást við fyrstu sín og ég ætla að fylgja hjartanu.”


14 sept. 1993

“Ég er futtur til hlemms. Ég fann mér gott stæði í suður horninu nálægt sjoppunni við hliðina á gæðablóðum á borð við Albert ”antychrist“ og Gunna ”3 pundara“. Ég átti í mjög góðum samræðum við Gunna nýja vin minn um hvort væri betra að drekka óblandaðann vodka eða brennivín að hætti ölgeirs.”


17 Sept. 1993

"Ég lenti í fyrstu vandræðum mínum á hlemmi. Þar til daginn í dag var allt gott og fínt. Það vildi svo til að ég var sitjandi á bekknum að kvöldi þegar ég heyrði *klingg klingg* nálgast, þá brá upp skugga. Ég sá ekki í andlit mannskins en hann hélt á risavaxnri keðju og var klæddur í leður. Hann hefur verið yfir 2 metrar á hæð og var gífurlega þrekvaxinn. Allir inná hlemmi hlupu í skjól nema ég því ég var nýr. Allt einu sveiflaði hann keðjunni í mig og sparkaði í mig meðan ég lá niðri þar til ég steinrotaðist. Ég skrifa þetta þegar ég er ný vaknaður.


Það er rétt að benda á að skuggi þessi var ég. Ég var á daglegu róli mínu að leita af mönnum til að lemja varð hann fyrir barðinu. Seinna bað ég hann þó afsökunnar og við urðum vinir. Þetta var fyrsti hluti af mörgum sem ég ætla að setja hér inná. Bíðið spennt eftir hluta tvö.