Ég var að enda við að lesa hérna greinina um Hlustendaverðlaun FM og hvað þau eru fáránleg, og þess vegna fannst mér ég vera skyldugur til að tjá mig um lista VH-1 yfir hundrað bestu plötur síðustu aldar en þar er greinilegt að það voru ekki sérfróðir menn sem völdu þann lista.

Ég hafði heyrt að plötur með Britney Spears og N*sync væru á þessum lista, sem væri náttla fáránlegt því þetta fólk semur ekki einu sinni tónlistina sína sjálft, en það var víst bara bull, þessi bönd eru ekki á listanum, annars eru fyrstu 10 sætin á þessa leið:

1.The Beatles
Revolver
2.Nirvana
Nevermind
3.Beach Boys
Pet Sounds
4.Marvin Gaye
What's Going On
5.Jimi Hendrix Experience
Are You Experienced?
6.The Beatles
Rubber Soul
7.Stevie Wonder
Songs In The Key Of Life
8.The Beatles
Abbey Road
9.Bob Dylan
Blonde On Blonde
10.The Beatles
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band

Og svona heldur þetta áfram á svipuðum nótum(Bítlarnir koma NOKkUÐ oft fyrir). Okei, ekki sérfróðir menn er kannski svolitlar ýkjur en af þessum hundrað plötum er ekki ein með Queen, ég spyr, eru menn ekki með “fulle fem?” Það er hneyksli að ein af bestu (Oft talin sú næst besta á eftir Bítlunum) skuli ekki eiga eina plötu á þessum lista miðað við alla snilldina sem þeir gáfu út!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _