Fyrir ca ári síðan gerðist ég stjórnandi á huga.is yfir dýrum. Fljótlega fór að bera mikið um óskir um fuglaáhugamál, þar sem dýr er engann veginn nóg fyrir fuglana miðað við áhuga, þar sem greinar frá hundum, köttum og hestum birtast líka þar, tolla greinar um hin dýrin aðeins í örfáa daga og gefa færrum tækifæri á að lesa þær. Um áramótin var ég búin að gera mér aðeins í hugalund hvernig ég ætlaði að fá þetta í gegn. Ég setti upp tilkynningu á dýrum um að nú skyldum við fá óskir okkar uppfylltar, en það hæfist aðeins ef við sýndum áhuga okkar í verki og vera virkilega dugleg að skrifa! Árángurinn lét ekki á sér standa, og ég fékk sendar inn að meðaltali grein á dag BARA um fugla í heilan mánuð! Fyrir utan það að fleiri fleiri manns (202) skráðu sig á undirskrifar lista um að þeir hefðu áhuga fyrir fuglaáhugamáli. Ég var rosalega stolt af hugurum að hafa staðið sig svona vel, og sá hve áhuginn var í raun mun meiri en ég hafði búist við. Svo ég settist niður og skrifaði vefstóra mjög kurteisislegt bréf um óskir okkar. Ég óskaði sérstaklega eftir svari, þar sem margir höfðu áhuga á að vita hvernig gegni að fá þetta í gegn. Ég fékk hinsvegar ekkert svar. Ég skrifaði aftur, og aftur…. og bað alltaf um svar til baka, jafnvel þó það yrði neikvætt svar. En ekkert svar fæ ég. Ég gerði mér alveg grein fyrir að vefstjóri hefur eflaust mikið að gera, en var svekkt yfir að geta ekki sýnt okkur (já okkur, því við vorum mörg sem lögðum blóð okkar í þetta með miklum skrifum) þá lágmarksvirðingu að láta okkur vita hvernig málin stæðu. Jæja, svo bætist við annar stjórnandi. Allt í einu datt mér í hug hvort hvort hún væri til í að spyrjast fyrir um fuglaáhugamálið og bað ég hana um það sem hún og gerði. Og viti menn, hún fékk bara svar um leið!!!!!!!!
Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, ég er búin að leggja helling af vinnu og tíma í þetta, en er ekki svo mikið sem ansað! Ég hef sko algjörlega fengið nóg af þessum huga, af því að vinna sjálfboðarvinnu sem skyldar mig til að koma inn daglega til að kíkja eftir greinum og fleiru og fæ akkúrat EKKI NEITT í staðin, ekki einu sinni þakkir fyrir vel unnin störf! Ég hef sagt af mér sem stjórnanda og hvet ég aðra stjórnendur (og hinn almenna hugara) sem hafa staðið í sömu sproum og ég og láta ekki bjóða sér þetta lengur. Það er lágmark að geta borið smá virðingu fyrir okkur, án stórnendanna myndi jafn stór vefur og hugi er aldrei getað gengið upp!
- www.dobermann.name -