Í þessari grein ætla ég að nota mikið af staðreyndum og einnig segja mína skoðun á málinu. Ég vona að enginn ætli að fara að draga það í efa sem í þessari grein stendur því það eru staðreyndir og hafa þær ekki verið teknar úr samhengi.

Rætur Palestínumálsins og ófriðarins sem hefur verið á Mið-Austurlöndum síðustu áratugi eru einkum tvær.
Annars vegar kemur þar til uppskipting Mið-Austurlanda í kjölfar hernáms Breta og Frakka á Ottóman veldinu.
Þessi sundurlimun á Mið-Austurlöndum í ríki, sem aldrei höfðu verið til áður og engar mikilvægar sögulegar- eða menningarlegar forsendur voru fyrir, miðaðist í einu og öllu við efnahagslega hagsmuni vestrænu stórveldanna og samruna þeirra hagsmuna við hagsmuni fáeinna ættarvelda.
Bretar lofuðu m.a. einni ætt, Hashemíta ættinni að stofnað yrði sameiginlegt konungsdæmi araba undir stjórn Hashemíta, sem áliti að veldi þeirra myndi ná frá Mekka, um Mesópótamíu og Sýrland til Miðjarðarhafs.
Raunin varð önnur og er Jórdanía eina ríkið sem hefur haldist undir stjórn Hashemíta.
Samvinna Breta við þessa ætt varð hins vegar örlagarík fyrir Palestínumenn.

Hin rót Palestínumálsins er öllu verri fyrir Palestínumenn og enn afdrifaríkari fyrir þá. Það er saga gyðinga og tilraunir þeirra til að stofna sjálfstætt ríki sitt (sem er auðvitað búið að stofna) í Palestínu, meira en 2000 árum eftir að síðasta ríki gyðinga þar féll.
Forn-Henrear réðust inn í Palestínu fyrir um það bil 3000 árum en þá var landið þegar byggt öðrum þjóðum. Þarna stóð ríki Kanaa og hafði gert um langa hríð en meðal þeirra borga sem þeir höfðu byggt var Jerúsalem og hafði borgin staðið þar um aldir þegar gyðingabar þarna að. Önnur þjóð, Filistear, réðust inn í landið á sama tíma og gyðingar og að nafni þeirrar þjóðar er heitið Palestína dregið.
Öll saga sem þessu fylgdi er mjög umdeild meðal fræðimanna, en mjög margir efast um þá atburðarrás sem Biblían greinir frá í þessum efnum.
En staðreyndin er sú að ríkið sem Hebrear stofnuðu stóð óskipt í minna en hundrað ár en nokkru lengur í tveimur hlutum og þá samhliða ríkjum annarra íbúa Palestínu. Fyrir talsvert meira en 2000 árum voru hins vegar bæði ríki gyðinga fallin. Að frátöldu stuttu skeiði áður en Rómverjar lögðu landið undir sig höfðu gyðingar ekki pólitísk völd í Palestínu fyrr en með stofnun Ísraelsríkis fyrir fáeinum áratugum.

Lengst af þessum tíma, og allan þorrann af sögu gyðinga voru þeir fámennir í Palestínu og ekki fólk sem keppti um yfirráð í landinu. Gyðingar dreifðust víða um lönd, ekki síst um þau lönd sem múslimar réðu og urðu til að mynda fjölmennir á Spáni undir íslamskri stjórn en voru hraktir þaðan þegar kristnir menn náðu öllum yfirráðum á Spáni (takið eftir þessu, margir segja að allir múslimar séu bara gyðingahatarar en það er alrangt. Þið sjáið bara hvað Spánverjar gerðu).
Eftir það flúðu margir gyðingar til norðlægri landa í kristinni Evrópu þar sem þeir voru stundum ofsóttir og að lokum myrtir milljónum saman á þessari öld. Í öðrum löndum vegnaði gyðingum hins vegar betur, bæði í ýmsum af löndum araba og múslima, svo og í forustulöndum nýlendutímans, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Bandaríkjunum.
Eftir að þeir fengu borgararéttindi í þessum löndum runnu þeir margir hverjir saman við meginstrauma þessara þjóðfélaga og urðu leiðandi menn í stjórnmálum, fjármálum, listum og vísindum.
T.d. varð gyðingurinn Benjamin Disraeli forsætisráðherra á hátindi breska heimsveldisins og í landi hafa margir af fremstu stjórnmálamönnum, ekki síst á síðustu áratugum, verið gyðingar eins og t.d. Nigel Lawson, Sir Keith Joseph, Sir Leon Britain og Lord Young, svo fáir séu nefndir svo enginn skal draga það í efa að gyðingar hafa mikil völd og hafa mikil áhrif og koma í veg fyrir að Palestínudeilan leysist á góðan hátt.
Í Hollandi og Þýskalandi voru gyðingar einnig áberandi í stjórnmálum, listum og vísindum uns nasistar náðu völdum í Þýskalandi og frömdu þar viðurstyggilega glæpi sem á engan hátt er hægt að réttlæta (svo kallar fólk mig gyðingahatara, ekki mikið vit í því).
Það sem kemur næst er mjög mikilvægt að fólk skilji og geri sér grein fyrir.
Meirihluti gyðinga í Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu, hélt sig sér og var litinn hornauga af samborgurum, en margir þeirra kusu að flytja til Bandaríkjanna og Kanada á nítjándu öld. Gyðingar urðu fjótlega leiðandi afl í vísindum, listum og fjármálum Bandaríkjamanna.
Fáeinir menn tóku hins vegar að líta á Palestínu sem framtíðarheimkynna gyðinga. Þessir menn voru andsnúnir samlögun gyðinga við þjóðir Evrópu og litu sumir á nýfengin borgararéttindi sem neikvæða þróun. Það var þó tæpast fyrr en í byrjun 20.aldar að hugmyndum gyðingaríki í Palestínu kom fram í alvöru. Í fyrstu var þá ekki rætt um ríki gyðinga í Palestínu, heldur sem heimkynni fyrir þá. Hreyfing Zíonista tók hins vegar upp á baráttu fyrir heimalandi, eða ríki, sem yrði fyrir gyðinga eina. Thulesol taktu eftir þessu. Þú ert oft að verja Zíonista en lestu þetta. Þetta eru blákaldrar staðreyndir sem lýsa því hvurslags rusl þessir menn eru.
Í Palestínu, þar sem samfelld og skipulögð byggð manna hefur staðið í að minnsta kosti 7 þúsund ár var hins vegar ekki um neitt autt land að ræða sem gyðingar gætu tekið án þess að flæma það fólk í burtu sem var þar fyrir.
Um miðja 19. öld voru í landinu aðeins um það bil 10 þúsund gyðingar. Þarna bjó hins vegar meira en hálf milljón Palestínumanna, sem áttu rætur þúsund ár, ef ekki þúsundir ára, aftur í tímann.
Palestínumenn hafa mörg þjóðareinkenni sem greina þá frá öðrum aröbum og sterka vitund um þessi einkenni. Þar var því um að ræða þjóð í viðteknum skilningi þess hugtaks.
Í kjölfar gyðingaofsókna í Rússlandi seint á nítjándu öld fluttust tugir þúsunda gyðinga til Palestínu, en án þess þó að valda verulegum erfiðleikum fyrir þá sem þarna voru fyrir. Upp úr þar síðustu aldamótum voru nálægt 50 þúsund gyðingar í landinu, en þeir voru þó þar aðeins lítill minnihluti.
Hafa skal það í huga að á þessum tíma stóðu yfir miklir flutningar gyðinga frá Evrópu til fyrirheitna landsins, sem var fyrir flesta ekki Palestína heldur Bandaríkin. Á fyrstu árum aldarinnar munu þannig um 100 þúsund gyðingar hafa flutt sig á ári hverju til Bandaríkjanna en aðeins um 2 þúsund til Palestínu.
Þrátt fyrir þetta héldu nokkrir áhrifamenn meðal gyðinga áfram að berjast fyrir heimalandi í Palestínu.
Fyrri heimsstyrjöldin skipti sköpum fyrir þessa baráttu. Þar komu bæði til stríðshagsmunir Breta og hins vegar þeir möguleikar sem opnuðust með hernámi Breta á Palestínu og öðrum löndum múslima á Mið-Austurlöndum. Bretar sömdu við þrjá aðila um skiptingu Mið-Austurlanda.
Í fyrsta lagi sömdu þeir við Frakka um að Frakkar fengju ítök eða yfirráð á svæði norðan til í Mið-Austurlöndum. Þetta svæði er að meginhluta til Sýrland og Líbanon nútímans en náði einnig yfir það land sem í dag er Írak en verður sennilega 52. ríki BNA (Ísrael hið 51.).
Í öðru lagi sömdu þeir við ættarveldi araba um að þeir gerðu uppreisn gegn Ottoman ríkinu og hjálpuðu Bretum þannig í stríðinu.
Í þriðja lagi sömdu þeir við Zíonista, en þeir hefðu ekki átt að gera það en hafa sennilega ekki vitað hvernig fólk það er.
Þessir samningar komu til vegna áhrifa gyðinga í Bandaríkjunum. Bretar vildu fá aðgang að bandarísku fjármagni til að standa undir stríðsrekstri í Evrópu og Mið-Austurlöndum, og eins vildu þeir fá Bandaríkjamenn í stríðið með sér, en áhrif gyðinga í fjármálaheimi og fjölmiðlaheimi gátu skipt sköpum um bæði atriðin.
Einnig sýndist Bretum að hentugt væri að fjölga gyðingum í Palestínu til að styrkja Palestínu sem breska nýlendu við Súezskurð, en skurðurinn var lífæð breska heimsveldisins á Indlandi, í Austur-Asíu og Ástralíu.
Á þessum tímum litu Bretar enn svo á að ein helsta ógnunin við heimsveldi þeirra kæmi frá frönskum áhrifum og Súezskurður skipti meira máli en einstök lönd á svæðinu.

Sú yfirlýsing sem Bretar gáfu í fyrri heimsstyrjöldinni, Balfour yfirlýsing, kennd við þáverandi utanríkisráðherra Breta, gefur til kynna stuðning þeirra við hugmyndir um stofnun heimkynna fyrir gyðinga í Palestínu, en skýrt er þó tekið fram, að slíkt megi ekki verða til að miska þeim samfélögum sem fyrir voru í landinu. Þar var ekki aðeins verið að ræða um múslima heldur voru kristnir menn, kristnir arabar, álíka fjölmennir og gyðingar.
Um þetta mál var hins vegar ekkert samráð haft við íbúa Palestínu og er það óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og eiga Bretar að skammast sín fyrir slíkan yfirgang, svipaðan og BNA menn eru núna með um allan heim.
Um þetta mál sagði rithöfundurinn Arthur Koestler, sem sjálfur var gyðingur, að þarna hefði ein þjóð gefið annarri þjóð land þeirrar þriðju.
Eftir að Bretar tóku við Palestínu settu þeir breskan landstjóra yfir landið, en hann var gyðingur, Sir Herbert Samuel, sem átti á næstu árum mikið samstarf við hinn viðurstyggilega valdasjúka arabahataraflokk, Zíonistaflokkinn.
Á breska þinginu voru oft miklar deilur í gangi því menn sem voru með búnaðinn á milli eyrnanna í lagi vissu að það var ráðist á hagsmuni araba og friði stofnað í hættu.
Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi og Austurríki jókst straumur gyðinga til Palestínu mjög mikið. Um leið óx líka samúð heimsins með þessum flutningum. Rétt er þó að hafa í huga að einungis lítill hluti þeirra gyðinga sem flúðu Þýskaland og Austurríki fóru til Palestínu eða sýndu ferð þangað áhuga. Á árunum 1935-1943 fór t.d. langt innan við tíundi hluti þessara landflótta gyðinga til Palestínu. Því er ekki mikið vit í því að segja að nauðsynlegt hafi verið að stofna Ísraelsríki því flestir litu til Bandaríkjanna frekar en Palestínu sem síns fyrirheitna lands.

Arabar mótmæltu þessum flutningum af nokkrum þunga. Í arabaheiminum hafði Zíonismanum verið andæft frá upphafi, enda gerði sú stefna beinlínis ráð fyrir upptöku á landi araba. Einnig hafði fjöldi gyðinga jafnan barist gegn hugmyndum Zíonista.Um miðjan fjórða áratuginn kom til alvarlegra verkfalla og óeirða í Palestínu þegar þarlent fólk reyndi að andæfa gegn vaxandi innflutningi gyðinga. Í fjölmiðlum á Vesturlöndum, þar sem málstaður gyðinga hlaut að njóta samúðar vegna ofsókna gegn þeim á meginlandi Evrópu, var aröbum oft kennt um þessar róstur.
Ben Gurion, síðar forsætisráðherra Ísraels, vissi betur og benti mönnum sínum á, að þeir yrðu að forðast að trúa sjálfir eigin áróðri að þessu leyti, því það væru gyðingar sem væru árásaraðilinn en arabar væru a verja land sitt. Vonandi reynir enginn að mótmæla því að maðurinn hefur algjörlega rétt fyrir sér.
Bretar ákváðu að koma til móts við araba og setja verulegar skorður við innflutningi gyðinga. Þeir ákváðu árið 1939 að einungis tíu þúsund gyðingum yrði á hverju ári leyft að flytjast til Palestínu og ekki fleiri en samtals 75 þúsund á tíu árum, en að þeim tíma loknum yrði landið gert að sjálfstæðu ríki araba og gyðinga. Nefnd bresku sjórnarinnar, kölluð Peel birti tillögu um skiptingu Palestínu milli araba og gyðinga. Ríkið sem gyðingarnir áttu að fá er meira en fjórðungur af því landi sem þeir hafa núna. Þessum tillögum var hafnað af leiðtogum gyðinga en sumir þeirra herskáustu voru þá þegar farnir að berjast fyrir Stór-Ísrael sem ekki átti einungis að ná yfir alla Palestínu, heldur einnig yfir lönd eins og austan Jórdan þar sem nú er Jórdanía.
Meðal öflugustu baráttumanna fyrir þess háttar ríki sem myndi “fæðast í blóði og eldi” var Menachem Begin, síðar forsætisráðherra Ísraels og faðir Likúd bandalagsins, sem stjórnað hefur landinu oft.

Barátta Zíonista fór líka að taka á sig nýjar myndir í síðari heimsstyrjöldinni eftir að gyðingum hafði fjölgað svo í landinu, að þeir nálguðust að vera þriðjungur íbúa Palestínu. Stofnaðar voru hryðjuverkasveitir sem skipulögðu hermdarverk gegn aröbum og Bretum. Takið vel eftir þessari staðreynd - Tveir af helstu leiðtogum hryðjuverkamanna urðu síðar forsætisráðherrar Ísraels, Menachem Begin og Ytzhak Shamir. Þessir menn eru nautheimskir og hafa verið þekktir á Vesturlöndum fyrir fordæmingu sína á hryðjuverkum araba og neita algjörlega að ræða við samtök araba sem þeir segja að tengist hryðjuverkasamtökum. Þetta segja menn sem sjálfir stjórna hryðjuverkasamtökum og stjórnuðu Ísrael og geta með engu móti verið ekki heimskir.
Samtök þessa tveggja manna stóðu fyrir umfangsmiklum hryðjuverkum þar sem ekki aðeins breskir hermenn og embættismenn voru myrtir, heldur einnig mikill fjöldi óbreyttra borgara en þess má geta að Ísraelar eru duglegir að vinna sér samúð þegar “saklaust” fólk hjá þeim deyr. Svo er allt grafið og gleymt sem þeir hafa gert við saklausa Palestínumenn og mörgum (bara fíflum) er sama um.
Meðal hryðjuverka sem Irgun samtök Begins stóðu fyrir voru morð á fjölda embættismanna bresku nýlendustjórnarinnar á King David hótelinu í Jerúsalem og nokkrar árásir þar sem margir tugir borgara, nánast eingöngu arabar, voru drepnir með sprengjum. Alvarlegust var árás á arabískt þorp, Deir Yassin, þar sem 250 saklausir borgarar, karlar, konur og börn voru myrt.
Þessi fjöldamorð, skipulögð af samtökum manns sem síðar fékk friðarverðlaun Nóbels, voru gerð til þess eins að hræða araba og fá þá til að flýja Palestínu. Þetta er komið yfir það að vera það heimskulegt að maður geti hlegið af þessu. Sínir hvernig fólk er. Það myndi varla neinn láta bin Laden fá friðarverðlaun Nóbels núna. Samt er það álíka heimskulegt og að láta þennan mann fá einhver verðlaun.
Hryðjuverkin náðu þeim tilgangi að hrekja Palestínumenn af landi sínu og í flóttamannabúðir í Jórdaníu, Líbanon og Egyptalandi. Frá því í árslok 1947 og þar til sumarið 1949 er talið að allt að 700 þúsund Palestínumenn hafi verið hrakinn frá heimilum sínum, annaðhvort með beinum ógnunum og valdbeitingu eða af ótta við hryðjuverk Begins og Shamirs.
Hvar í fjandanum var hjálpin ?
Var í lagi að láta þá komast upp með þetta því það var farið illa með gyðinga ? Ekki fóru Palestínumenn illa með þá. Að þetta skuli hafa verið látið viðgangast er ekki hægt að fyrirgefa. Það er bara ekki séns. Það er alveg nákvæmlega sama hvað hver segir og skítt með það þó að biblían segir að það eigi að fyrirgefa. Ísraelar eru ekki vanir að fyrirgefa einum né neinum.

Þessi hryðjuverk voru mjög umdeild meðal forustumanna gyðinga í Palestínu og fordæmd af mörgum þeirra. Þó það nú væri. Ekki tel ég það vera neitt góðverk að fordæma þetta og svo eru þessir menn gerðir seinna meir af forsætisráðherrum.

Það sem stóð áðan um Ben Gurion var rétt og ekkert útá það að setja. Samt sem áður er þessi maður fæðingarhálfviti þó svo að hann hafi sagt eitthvað örlítið gáfulegt. Hann stjórnaði þeim aðgerðum sem leiddu til flótta og brottvikningar hundruða Palestínumanna af heimilum sínum. Hann var fyrsti forsætisráðherra þessa óþokkaríkis. Í dagbókum sínum útskýrir hann þá stefnu sína að eyðileggja samfélög araba í Palestínu, sérstaklega borgarasamfélög þeirra þar sem stjórnmálaforusta gat myndast.
Hann segir þar meðal annars að með þessum hætti hafi reynst unnt að svelta borgir araba til uppgjafar, þar sem ringulreið, ótti, upplausn og hreint hungur hafi knúið araba til að flýja heimili sín og gefast upp. Þetta var látið viðgangast, þótt ótrúlegt sé og eru þetta blákaldar staðreyndir svo ég skil ekki hvernig er hægt að styðja Ísraela. Nokkrum dögum áður hafði Gurion ritað í dagbók sína að 20 þúsund arabar væru flúnir frá Haifa, sem verið hafði ein helsta miðstöð verslunar Palestínuaraba. Þar sem menn flúðu ekki beittu leiðtogar gyðinga enn harðari aðgerðum og fluttu fólk með valdi burtu frá heimilum sínum.
Ein frægasta aðgerðin af því tagi fór fram undir stjórn eins stjórnmálamanns til, Ytzhaks Rabins (sem núna er dáinn), varnarmálaráðherra Ísraels og fyrrum forsætisráðherra. Í þeirri aðgerð voru 50 þúsund arabar reknir af heimilum sínum í bæjunum Lydda og Ramlah. Endanleg ábyrgð á þessu verki var hins vegar hjá Ben Gurion sem skipaði fyrir um verk af þessu tagi. Einn manna sem var fluttur frá landi sínu í þessari aðgerð var Abu Nidal, sem síðar stjórnaði “hryðjuverkum” gegn Ísrael. Tel ég skelfilega heimskulegt að kalla árásir á þessum tíma á Ísrael og jafnvel núna hryðjuverk. Ef enginn hjálpar þeim í að fá landið aftur og að á þessum tíma að koma í veg fyrir að þeir missi það, hvað eiga þeir þá að gera ? Er það hryðjuverk ef þeir drepa Ísraela en ekki hryðjuverk ef Ísraelar drepa Palestínumenn ?
Ísraelsstjórn lét svo drepa Abu Nidal á heimili hans í Túnis og sagði að hryðjuverkamenn væru réttdræpir hvar sem er í heiminum.
Þá eru mjög margir Ísraelar réttdræpir og vona ég að ég geti nýtt mér það einhvern tímann.
Jafnvel bankainnistæður araba sem voru hraknir á brott voru gerðar upptækar.
Mikið var að gera hjá Bretum og voru þeir eins og hvaða fífl sem er getur séð, löngu búnir að missa tökin í deilunum í Palestínu (réttara væri að kalla það þjóðernishreinsanir). Þeir voru í stríði í þremur heimsálfum en það afsakar þá ekki, frekar en að BNA menn fyrirgefi bin Laden.
Eins og víða annarsstaðar tóku Bandaríkjamenn við hlutverki Breta. Varðandi Palestínudeiluna áttu þeir ekki eins beinna hagsmuna að gæta, en voru hins vegar tengdist málstað annars deiluaðilans, Ísraelsmanna, með beinum hætti vegna þeirrar úrslitaáhrifa sem gyðingar hafa á stundum í bandarískum stjórnmálum. Því flækti þetta deiluna meir.
Bretar ákváðu að nota Sameinuðu þjóðirnar sem vettvang til þess að leysa Palestínumálið. Þar var samþykkt árið 1947 tillaga um skiptingu Palestínu milli gyðinga og araba. Það kemur sennilega engum á óvart að þessi skipting varð gyðingum mun meira í hag heldur en tillögur Peel nefndarinnar. Ástæðan fyrir því að tillagan náði fram að ganga var sú að þetta voru sameiginlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétmanna. Þeir síðarnefndu liti fyrst og fremst til þeirra skammtímahagsmuna sinni að koma Bretum í burtu frá Palestínu. Með þessari samstöðu var knúin fram stofnun Ísraelsríkis hjá S.þ. og andstöðu við allan arabaheiminn og þau fáeinu ríki Asíu sem þá höfðu fengið sjálfstæði. Samþykkt af þessu lagi hefði verið óhugsandi nokkrum árum síðar eftir að fleiri ríki Asíu og Afríku fengu sjálfstæði. Með BNA greiddu hins vegar öll ríki Suður-Ameríku atkvæði og með Sovétríkjunum öll fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu. Að auki stóð meirihluti ríkja Vestur-Evrópu að þessari skiptingu.
Samkvæmt ákvörðun hinna ömurlegu Sameinuðu þjóða átti ríki gyðinga að ná yfir stærri hluta Palestínu en ríki araba, þó að arabar væru tvöfalt fjölmennari í landinu en gyðingar. Aðeins 7% af landinu var í eigu gyðinga á þessum tíma.
Þegar kom að þeim tíma sem Bretar höfðu tiltekið sem sinn brottfarardag, lýsti Ísraelsríki yfir sjálfstæði sínu. Enn meiri ófriður fylgdi í kjölfarið.
Að sjálfsögðu kenndu fíflin á Vesturlöndum aröbum um ófriðinn og sögðu að þeir hefðu bara átt að sætta sig við orðinn hlut og að þeir hundruðir þúsunda manna sem gyðingar hröktu frá heimilum sínum ættu bara að finna sér heimili annarsstaðar. Alltaf erum við Vesturlandabúar svo góðir. Það sem arabar ættu að gera núna í dag aftur gerðu arabar á þessum tíma. Egyptar, Sýrlendingar og Jórdanir hjálpuðu Palestínumönnum og komu með her sinn inn.
Auðvitað fannst Vesturlandabúum þetta algjör hryllingur því nýlega hafði verið farið illa með gyðinga og fannst þeim rangt að ráðist yrði á þá, þó að þeir ættu það skilið. Ekki settu þeir neitt útá hryðjuverk Ísraelsmanna.
Eftir sex daga stríðið náðu Ísraelar enn meira svæði af Palestínumönnum en eins og allir vita þá auðvitað áttu þeir upptökin og störtuðu því stríði. Ég ætla ekki að skrifa neitt um sex daga stríðið en þið getið lesið allt um það í alfræðiorðabókinni en ég nenni ekki að fara út í það mikið því ég þarf að klára þessa grein fljótlega.
Fórnarlömb stríðsins í Palestínu árið 1948 voru ekki Ísraelar eins og fífl vilja halda fram heldur voru það Palestínumenn. Ein milljón Palestínumanna hafði orðið af flóttamönnum.
Átta árum eftir stofnun Ísraelsríkis réðust Ísraelar, Bretar og Frakkar á Egyptaland en þeir vildu tryggja áframhaldandi yfirráð sín yfir Súezskurði og höfðu þeir þá verið búnir að þjóðnýta hann. Við undirbúning innrásarinnar þá ákvað Ben Gurion að það væri ekki nóg að hafa tekið heilt land í órétti. Hann vildi líka fá helminginn af Jórdaníu og láta Íraka fá hinn helminginn. Þetta sínir hvað yfirgangurinn í gyðingum er mikill og aljörlega óréttlætanlegur. Svo tóku Ísraelar vesturbakka Jórdanr í stríði sem var eftir að arabaríki höfðu haft í hótunum við Ísraela. Svo hernámu þeir Jerúsalem og gerðu hana að höfuðborg (takið vel eftir þessu næsta), þvert á þjóðréttarlega stöðu borgarinnar, samþykktir S.þ. og álit flestra ríkja í heiminum. Taka skal fram að borgin er þriðja helgasta borg múslima og gyðingar sölsuðu hana undir sig og enginn gerði neitt því allir vorkenndu gyðingum því þeir voru drepnir í seinni heimsstyrjöldinni þannig að þeir máttu nokkurn veginn gera það sem þeim sýndist. Gyðingar, eða forfeður þeirra hafa aðeins ráðið borginni í fáeinar aldir af 3800 ára sögu hennar. Palestínumenn og forfeður þeirra hafa hins vegar búið samfellt í borginni og gefið henni það svipmót sem hún hefur.
Hin mjög svo heimsku stjórnvöld í Ísrael hafa alltaf neitað að ræða stöðu borgarinnar, en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvað eftir annað fordæmt þetta og aðgerðir Ísraelsríkis við að breyta stöðu borgarinnar úr alþjóðlegu svæði í höfuðborg ríkisins. Samkvæmt alþjóðalögum er Ísraelsríki skylt að draga sig til baka frá allri borginni sem er í reynd undir hernámi. En þeir þurfa nú varla að fara eftir alþjóðalögum og ef þeir lenda í vandræðum, þá bara hjálpa kanarnir þeim og fá nóg af seðlum í staðinn og kaupa svo vopn og ráðast á önnur lönd sem eru með stefnu sem þeim ekki líkar vel við. Svona er þetta bara og sleppið að svara mér ef þið ætlið að fara að draga staðreyndir í efa. Það er ekki mikið vit í því. Jafn heimskulegt að mótmæla þessu sem hér stendur og að neita því alfarið að Kanada sé við hliðina á Bandaríkjunum.
Margir mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna en þessar aðgerðir flokkast víst ekki undir hryðjuverk, því að ríki stóð að þessu. Mjög mikið vit í því………. eða nei, ekkert vit í því.

Fyrir araba sýnist stuðningur Vesturlanda við Ísrael sem árás á arabaheiminn og íslam. Því má rekja stóran hluta af þeim erfiðleikum sem einkennt hafa sambúð araba og Vesturlanda til þessa máls. Átök um þetta litla land hafa því hvað eftir annað ógnað friði og stöðugleika í heiminum og er það engum öðrum en Vesturlöndum og Ísraelum að kenna.

Ég vona að ég hafi sett þessa grein ágætlega upp og vona að fólk fari ekki að mótmæla þessu sem hér stendur því þetta eru staðreyndir. Ég bið þá sem ekki geta sætt sig við þessar staðreyndir að sleppa því bara að tjá sig. Þessi deila hefur hér verið rakin langt aftur í tímann og staðreyndir eru komnar fram og því er ekki hægt að koma með betri svar en þetta. Sleppið því að svara ef þið viljið ekki taka mark á staðreyndum.
Svo vil ég taka fram að ég get sennilega ekki svarað neitt fyrr enn á fimmtudaginn því ég er í prófum og hef ekki tíma í þetta.

Heimildirnar fékk ég t.d. í bók Henrys Cattan frá árinu 1988, The Palestine Question, bókinni The birth of Israel og skjal Simha Flapan frá 1987 þar sem er vitnað í skráð ummæli Begins og svo fékk ég líka ýmsar heimildir úr bók eftir Larry Collin og Dominique Lappier, O Jerusalem, frá árinu 1972. Ég notaði margar aðrar heimildir en gleymdi að skrá þær allar niður en ég reyni að finna þær allar og gera grein fyrir þeim.