Jæja…

ég er búinn að vera að velta fyrir mér ákveðnum hlut…
Þetta byrjaði allt á því að ég fór í Bláalóns ferð með einu ágætis fyrirtæki hér í bæ og var ferðin bara hin príðilegasta, ég setti mig í fótspor erlends túrista og þegar við keyrðum um borgina varð mér heldur ofboðið…

Það er allt morandi í drasli, sígarettustubbum, nammibréfum og kókdósum, sérstaklega þegar keyrt er framhjá brekkunni við Perluna.

Mér finnst það persónulega frekar lélegt viðhorf þegar fólk út á götu kastar samlókubréfinu í götuna eins og ekkert sé, sérstaklega þegar það er rétt hjá ruslatunnu. Svo þegar ég kem með eitthvað komment til fólksins t.d. að í þriggja skrefa fjarlægð er sorpgeymsla ríkisins þá er mjög algengt svar fólks: “Þetta er allt í læ slappaðu bara af, ég er að skapa starf fyrir götusópara” “Það er atvinnuleysi á landinu, hugsaðu eitthvað til fátæka fólksins….”

Mér finnst þetta ömurlegt hugarfar, því þetta eru jú peningar þessa fólks sem fer í sorphirðuna en væri ekki betri kostur að henda peningunum í ruslið og halda ímyndinni réttri “Ísland hreinasta land í heimi” og eyða peningum skattgreiðenda frekar í eitthvað uppbyggilegt eins og fleiri grasagarða, tómstundir unglinga eða jafnvel að byggja stórt og gott húsnæði fyrir ungt fólk með aðstöðu fyrir jafnvel 100-200 manns til þess að vinna í einhverju skapandi???

Endilega myndum samstöðu í því að hætta að henda rusli annarsstaðar en í ruslatunnur og þá fáum við KANSKI eitthvað til baka frá ríkinu


Hörður E.