Ég er ritstjóri lítils skólablaðs í bæjarfélagi mínu og ákvað að birta hér ritstjórapistilinn minn hérna. Mér fannst þetta eiga við deigluna enda nokkuð pólitísk en þó ekki nógu pólitískt til að birta á Stjórnmálum
Gjörið svo vel

Kæri lesandi, ég vil byrja á að þakka þér fyrir það að hafa keypt skólablað Grunskólans á ………..sem nú er komið út í nýju og endubættu útliti eins og auðveldlega er hægt að sjá. Við ákvaðum að hækka viðmið komandi nemenda og gera skólablað okkar það besta í sögu skólans.
En nóg af því nú verð ég að láta ykkur vita af alvarlegri og nokkuð slæmri þróun sem á sér stað í þessu annars fínasta bæ: Því miður hefur myndast hér nokkuð ólíðræðislegt stjórnarfar með brotum á tjáningarfrelsi sem síðan er gert leifilegt með torskildum lögum. Ég komst að þessari niðurstöðu þegar ég og félagi minn Lalli ætluðum að flagga fána vorum sem við höfðum fest kaup á nokkru áður. Áætlun okkar gekk eftir og á árshátið grunnskólans flögguðum við áðurnefndum fána við hlið þess íslenska. Þegar við gerðum þetta vorum við að brjóta torskilin lög, þar sem sagt er að íslenski fáninn eigi að vera vinstrameginn við fána aðra en þjóðarfána. (En ef maður liti þó á þessar fánastengur tvær sem standa fyrir utan íþróttahúsið hér á ……… af öðrum sjónarhóli er öllum þeim sem þekkja muninn hægri og vinstri ljóst að engin lög voru brotin.)
Okkur félögum brá nú heldur betur í brún þegar við fréttum af því að ástkær fáni okkar væri horfinn af fánastönginni og hófum við leit af honum og spurðum mann og annan, en án árangurs. Okkur var auk þess mjög brugðið að vita af því að til væri fólk sem traðkaði á skoðunum annara ef þeim líkaði ekki við þær.
Það leið þó ekki á löngu þar till öll spjót beindust að háttsettum og valdamiklum mönnum þessa bæjar.
Við ákváðum þó að gera ekkert í málinu og byðum bara eftir að þessir ónefndu aðilar skiluðu fána vorum aftur með meðfylgjandi afsökunarbeiðni. En þegar líða fór á þriðju viku var okkur hætt að litast á blikuna og við vorum orðnir nokkuð hræddir um tilvist fánans okkar, svo við ákváðum að vera meiri menn en hinir bíræfnu bófar og reyna að koma til móts við þá. Auk þess var það deginum ljósar að það væri eini kostur okkar í málinu ef við vildum nálgast þennan mjög eftirsótta grip, enda voru þessir menn sennilega tilbúnir með bensín kvéijara skóflur og fleira til að reyna að afmá öll merki þessarar helgispjallar í þeirra augum. (Enda gæti trúarleiðtogi þeirra komið í heimsókn og þá er eins gott að hvergi sjáist neitt rautt nema risastórir jeppar sem sína fram á mikilfengleika skoðana þeirra.)
Síðan kom að þeim degi að fánin umtalaði skildi vera sóttur og gengum við þá fylktu liði (tveir) að stjórnarráði ………… og báðum kurteisislega um fánan.
Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst kurteisi andstæðings okkar koma á óvart miðað við áðurgreind atvik. (Þá á ég við dónaskapinn að gefa sig ekki fram þegar í stað)
En áður en við gætum fengið fánan afhentan vorum við beðnir um að virða rituð lög hér eftir sem við játuðum strax, en þegar ég aftur á móti bað mótherja minn að gera hið sama enda besta skilgreining þess að taka eigur annara án þess að láta eigandan vita er að mínu mati þjófnaður. Þannig að mér finnst að menn ætuu ekki að vera að vitna lög ef þeir ætla síðan sjálfir ekki að fara eftir þeim.
(Réttast hefði verið að taka fánan niður og láta eiganda vita, eða að láta eiganda vita af þessum lögum gefa þeim tækifæri á að leiðrétta þau á tvem mínútum.)
Takið það til sín sem eigið.
(Vegna tillitsemi höfundar voru hvorki nöfn þeirra sem frömdu þennan verknað né félagslegar stöður þeirra birtar í þessari grein.)

En ég vil þakka þér aftur kæri lesnadi fyir að styrkja okkur með kaupum á þessu glæsilega riti. Verði þér að góðu

Ritstjóri
(Sannsögulegt)
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”