Ég var að lesa í DV í dag svör Árna M. Mathiesen og Halldórs Ásgrímssonar við því hvað þeim fyndist um skoðanir almennings á viðbrögðum ríksstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar. Skoðanakönnunin leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðgerðum ríkisstjórnarinnar (eða réttara sagt aðgerðaleysi).
Árni og Halldór svöruðu báðir að almenningur vissi einfaldlega ekki um hvað málið snerist og sögðu að greinilega hefði fáir kynnt sér málið til hlítar.
Mig langar til að spyrja hvort einhver hér hafi kynnt sér um hvað málið snýst í raun og hvers vegna þessir menn láta þetta út úr sér.

Takk fyrir það.

-Clint-