Ingibjörg Sólrún boðar gull og græna skóga ef hún kemst til valda.

En málið er að ef hún kemst til valda, þá verða orðin “gull” og “skógur” að kvenkyni, þ.a.e.s. “hún gullin” og “hún skógurin”.

Þessa mynd fæ ég af þessari svokölluðu jafnréttisbaráttu Ingibjargar og Samfylkingarinnar. Hún vill jafna stöðu kvenna í stjórnunarstöðum í ráðuneytunum, og ætlar eflaust að gera það með handafli líkt og hún gerði með borgina.

Það er ekkert sjálfsagt að jöfnuður og jafnrétti haldist í hendur.

Samkvæmt Samfylkingunni er ekki hægt að tala um jafnrétti þegar jafn mikið er að KvK stjórnendum og KK stjórnendum. Það kallast kynjajöfnun ekki jafnrétti. Hvaða máli skiptir það af hvaða kyni einstaklingurinn er ef hæfileikarnir eru til staðar? (Það kannski skiptir máli í kynlífi … en það er allt annar handleggur ;) )

Mér finnst hinsvegar jafnrétti vera jafnan rétt einstaklinganna fyrir lögum, og að einstaklingarnir séu metnir að verðleikum án þess að kyn leiði til réttindaskerðingar.

Það er ekkert sem bendir til þess að ójöfn kynjahlutföll þýði sjálfkrafa að réttur þess kyns sem er í minnihluta, hafi verið brotinn.

T.d. eru fleiri flugmenn KK en KvK, fleiri ruslakarlar eru KK og svo mætti lengi telja. Einnig eru störf þar sem einungis konur starfa og enn önnur þar sem konur starfa að mestu leyti.

Svo þessi auglýsing Samfylkingarinnar í þá veru að við getum brotið blað í sögu Íslands með því að velja konu í forsætisráðherrastólinn. Þetta finnst mér barnalegt, “kjóstu mig elskulegi kjósandi bara af því að ég er kona og það hefur aldrei verið kona sem forsætisráðherra”

Ég ætlaði að kjósa Samfylkinguna en svo fékk ég ógeð af Össuri og síðar meir fékk ég ennþá meira ógeð af henni Ingibjörgu. Svo mikið ógeð að ég bara vil gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona fólk komist til valda hér á Fróni. Þetta er kannski óbein leið til þess, en hér er ég fyrst og fremst að tjá mínar skoðanir.


Þegar ég kýs í vor þá ætla ég ekki að velja mér flokk eftir því hvort forsætisráðherraefni þeirra pissi standandi eða sitjandi, eða hvort einhver þeirra sé örvhentur eða sé alltaf í ljótum jakkafötum. Málefni er það sem skiptir máli.