Frá því að ég var lítil stúlkukind hef ég getað horft á samfélagið eða kvikmyndir frá gagnrýnum hætti. Ég komst líka fljótt að því að af því að ég er stelpa þá er ég víst ekki fullkomlega gildur limur í þessu samfélagi. Það má allavega vel kalla mig og mitt veika kyn, druslu og það má segja mér að þegja eða hætta þessu, sleppa þessu ef ég svo sem reyni að koma með gáfulegar athugasemdir. Ég hef verið að reyna að sætta mig við að svoleiðis er það víst nú bara, en það gengur sífellt verr og verr þar sem augun mín opnast aðeins með degi til dags. Ef að fólk myndi aðeins pæla í hvað það segir frá degi til dags og gera sér aðeins betur grein fyrir því að konur eigi þetta ekki skilið, að það sé óþarfi að niðurlægja þær útaf engri ástæðu. Ég meinaða afhverju er það svona algengt að konum sé nauðgað fæstar kæra, konur og börn(auðvitað strákar líka) eru misnotuð og finnst kannski þau vera fórnarlambið. Sjáiði eitthvað rangt við þessa mynd?
Einu sinni horfði ég á 60 mín. Ráðamenn ríkistjórnar einhvers lands í afríku var að hylla landslið þess í fótbolta(karlmenn að sjálfssögðu, konur kunna jú ekki að sparka í bolta…)þegar fréttamaðurinn spurði svo um ástand landsins varðandi nauðganir og árásir vildi einhver ráðherrann ekki segja orð. Í þessu landi er nefnilega sérstaklega hart hverfi þar sem hópnauðganir á kven mönnum er daglegur atburður. Talið er að 1 konu sé, í því landi, nauðgað á 1.6 hverri sekúndu. Fáfróði ráðherrann gerðist þá allt í einu voða mælskur og kom með þau frábæru rök að fyrst að konum er nauðgað svo oft þá gæti þetta ekki vera satt af því að að ekki sæju þau konu vera nauðgað þarna! Í þessu sama landi halda fáfróðir landsmenn að maður losni við eyðni(þar er há eyðnistíðni)með því að hafa samfarir við hreyna mey. Þarna hafði verið komið á fót stofnunarheimili þar sem að stelpum sem hafði verið nauðgað vegna þessarar fáfræði heimsóttu. Þarna var 4 ára stelpa sem kom á hverjum degi eftir að karl nauðgaði henni. Hún var auðvitað komin með eyðni. Finnst ykkur sjúkt?
Djöfulli verð ég reið þegar ég hugsa um þetta allt saman. Ef ég sendi þessa grein, þá er ég að velta fyrir mér hversu margir munu niðurlægja mig og greinina og segja mér að þegja. Einhvern veginn býst ég fastlega við því, en allavega það að lesa Píkutorfuna huggaði mig heilmikið. Þegar ég sá þessa bók, var ég versla jólagjafir í einni bókabúð og leit á hana í sekúndubrot, ég gat ekki misst af henni, hvernig er það hægt, þetta er allveg hrikalegt bókacover, og öskraði á athygli. Ég las aftan á bókina og komst að því að svona bók var einmitt það sem mig langaði mest í jólagjöf. Það var komin tími til þessi bók kæmi út.
Auðvitað datt engum í hug að gefa mér þessa bók(sniff, sniff)en systir mín var svo lánssöm að fá hana hinsvegar. Og ég las hana og var meira en lítið hrifin. Ef fólk gæti lesið þessa bók, myndi það svo miklu betur gert sér grein fyrir því hvernig það er að vera kona í dag. Það er nefnilega ekkert mikið talað um þetta.
Síðan þoli ég ekki þegar fólk alhæfir um hluti. Stelpur geta ekki neitt í íþróttum.Það geta strákar.
Strákar eru ekki væmnir. Stelpur eru væmnar. Þetta er eins og að segja að svart fólk geti ekki séð á nóttunni eða að hvítt fólk geti ekki iðkað aðra trú en kristni. Auðvitað er fólk öðruvísi og það er ekkert kynið sem ræður til um það hvernig þú lifir lífi þínu, ef þig langar að vera körfuboltaspilari þá æfiru þig og gerir það, ef þú vilt verða bifvélavirki þá verðuru þér úti um þekkingu, ef þú vilt vera í hokký farðu í hokký, hvaðsemer…
Afhverju fær fólk ekki svona sterk viðbrögð þegar er verið að niðurlægja manneskju með fordómum, um kyn, litarhátt, lífshætti eða hvaðsemer eins og þegar manneskja reynir að tala sínu máli og leiða fólki því til sýnar að fordómar eru óþarfir partur af því sem við köllum líf okkar. Kommon afhverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir…
En hisnvegar jafnrétti kynjanna…ef einhver reynir að segja mér að það orð eigi við um stöðu málanna í dag, þá getur sá hinn sami bara haldið áfram að vera inní hellinum sínum og sleppt því að koma út. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að geta sagt allt illt um kvenmenn og það þarf enginn verulega að kippa sér upp við það. Svona vil ég ekki lifa og í svona heimi við ég ekki lifa. Þar sem að skjóta mig er ekki allveg lausn vanda heimsins þá hef ég ákveðið að sleppa því.Það var plan A. Plan B var ég ekki allveg komin með á hreint svo að ætli ég reyni bara ekki að taka því rólega og byrji á þessari grein.
Peace out…