Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér, rökin sem menn koma oftast nær með eru: Ég vill ekki vera að vinna mína vinnu og borga mína skatta til að þeir fari í að halda uppi öllum aumingjum og letingjum þessa lands. Ókey, þú vilt ss. frekar að þessir aumingjar brjótist inn til þín og steli sjónvarpinu þínu? Málið er að sjálfsögðu að undir fullkominni jafnaðarstefnu eru allir með vinnu, allir fá að fara á spítala osfrv.

Ég hef rekið mig á að skuggalega margir sem segjast styðja kapítalisma og Sjálfstæðisdurgana gera sér í raun nákvæmlega enga grein fyrir því fyrir hvað þetta tvennt stendur. Til að kapítalismi gangi þarf alltaf einhver að verða undir, hvort sem það er kaupmaðurinn á horninu eða Óli æskuvinur þinn, það þarf alltaf einhver að búa við fátækt til að aðrir geti lifað í vellistingum. Ef við tökum þetta í stærra samhengi má benda á Þriðja heiminn, og hvernig Alþjóðabankinn (ásamt fleiri alþjóðafyrirtækjum og lánasjóðum) halda mörgum löndum í heljargreipum vaxtakúgunnar, og neita þeim hreinlega um að losa sig úr skuldum til að byrja venjulega uppbyggingu.

Það vill líka brenna við að þeir sem styðja þessi málefni vita nákvæmlega ekkert hvað er að styðja Sósíalista, Kommúnista eða Anarkista, þeir styðja frekar Síonistasvínin sem vilja öllu ráða.

Hið fullkomna Ísland væri ef ríkið ætti öll fyrirtækin í landinu, allir ynnu hjá ríkinu og allir fengju úthlutaðar íbúðir, bíla og vinnu. Menntun og hjúkrun væri að sjálfsögðu líka á höndum ríkisins. Laun væru í raun óþarfi, vegna þess að þú fengir allt, mat, íbúð og þetta án þess að greiða í raun fyrir það, nema hvað ríkið tæki góða skatta af þér. Laun yrðu að sjálfsögðu útborguð, og þau myndi fólk nota til að kaupa sér föt eða fara til útlanda og þessháttar. Ég er búinn að pæla þetta mikið, og get ekki séð annað en að þetta myndi ganga, að vísu ekki úr þessu, þar sem að sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í því að losa ríkið við hin ýmsustu fyrirtæki til “vina” flokksins á spottprís. Ég set upp þessa útópíumynd, vegna þess að Ísland hefur möguleikana til að verða útópía, við höfum peningana til þess að allir hafi það mjög gott, en í staðinn vilja menn að fáir hafi það ofboðslega gott og margir hafi það skítt.