Sælir Hugarar

Eftir að hafa fylgst með umræðum hér á Huga lengi verð ég að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um stigakerfið.

Persónulega finnst mér að það ætti að henda því út eins og það leggur sig. Ekki að skrá hversu oft einhver hefur póstað, ekki að gefa nein stig fyrir eitt né neitt.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir þessarri skoðunn minni:

1) Að hafa stigin inni hvetur fólk sem hefur ekkert að segja til að tjá sig um mál sem það hefur ekkert vit á. Oft fer það þannig fram að fólk rakkar niður án þess að koma með rök. Sem setur leiðinlegan svip á umræður og dregur þær niður í sandkassann.

2) Stigin skipta engu máli þegar trúverðugleiki er annarsvegar hvort eð er. Ef Jói er með 1000 stig en Halli með 1, á ég þá að trúa Jóa betur? Hvað ef við erum að ræða um sögu og svo vill til að Jói er 12 ára en Halli er sögukennari?

3) Öllum ætti að vera gjörsamlega sama hvort viðmælandinn hér á Huga er einhver sem er alltaf að pósta eða ekki. Ég vona að enginn sé það með það lítið ego að hann þurfi að vera ‘stór kall’ á Huga…

4) Besti erlendi vef ‘foruminn’ sem ég er á tók sig til og tók út þetta stigakjaftæði fyrir um ári síðan. Hann hefur stórbatnað á þessum tíma. Heimskulegt bull hefur stórminnkað og vitrænar, röklegar umræður eru algengari. Fólk póstar ekki bara til að pósta og vera með heldur af því að það hefur eitthvað að segja.

5) Þau rök að það þurfi stigakerfi til að einhver nenni að pósta blæs ég á. Ég er á þeirri skoðunn að það sé betra að þegja heldur en að tala um eitthvað sem öllum er sama um. Að sama skapi er ég á því að ef einhver hefur hugsað sér að pósta hér á huga bara af því hann fær einhver x stig fyrir það þá séum við hin betur án þess komin.

6) Kannanastíiflan margfræga mundi hugsanlega verða minni ef fólk væri ekki að seda inn eitthvað bull. Stundum hefur maður það nefninlega á tilfinningunni að fólk sé að ná í einhver auðveld stig með því að kanna fáránlegustu hluti. Svo þegar einhver ætlar að nota þennan fítus hér á Huga í einhverjum gáfulegri tilgangi þarf hann að bíða svo vikum eða mánuðum skiptir.

Hvaða ástæða er til þess að hafa þessi stig inni? Þeir sem eru hrifnir af þessum stigum endilega tjáið ykkur. En munið að hafa nú einhver rök fyrir því sem þið segjið.

Ég held ég ætti að fara að setja einhverja klausu um þetta í undirskriftina mína. Svipaða og einhver rómverskur þingmaður endaði allar ræður á að segja ‘og að lokum legg ég til að við leggjum Karþagó borg í eyði’ :)

Brjánn
Að lokum legg ég til að við leggjum niður stigakerfið á Huga!