Eftir seinni heimstyrjöld herjaði eilítið “vandamál” á stærstu ríkin í Evrópu ; flótti gyðinga. Því sáu sigurvegarar stríðsins sér ekki annað fært enn að endurreisa ríkið Ísrael(sem öllum að óvörum reis upp frá “dauðum”, enn allt var þetta samkvæmt spádómum biblíunnar). Ísraelsmenn fengu hluta af landi Palestínumanna, sem voru örugglega ekkert mjög sáttir með þetta enn engu að síður ákváðu þeir að beygja sig undir stóru ríkin.
Rétt eftir að Ísraels menn voru komnir þangað fór baráttan að hefjast, m.a. um Vesturbakkan. Svæðið tilheyrir Ísraelsmönnum enn nýlega ráku þeir alla Palestínu menn af svæðinu, sjálfsagt vegna þess að Palestínumenn voru orðnir fleiri enn Ísraelar á þessu svæði og voru Ísraelarnir hræddir um að lenda í meirihluta. Síðan þá hafa samningaviðræður staðið. Eyhúd Barak forsætisráðherra Ísraels vill semja við Palestínu menn, áður enn uppsögn hans tekur gildi, og svo vill hann sjá hvort Ísraelska þjóðin verður sátt með samningin og kjósi hann aftur, eða þá að þjóðin verði ósátt og kjósi hann ekki. Og þar kemur vandinn, aðal andstæðingur Baraks er ákaflega hægrisinnaður, og mjög gegn því að semja við Palestínu menn, hann þverneitar að taka í mál að semja við þá. Það þykir líklegt að þjóðin kjósi hann fremur enn Barak, og þar kemur ástæðan fyrir því að Palestínumenn vilja ekki semja. Ef þeir semja nú og svo verður kosið og Andstæðingur Baraks sigrar, veikist samningastaða Palestínumanna til muna. Því er ekkert annað fyrir Arafat, forsætisráðherra Palestínu, að bíða fram yfir kosningar og vona að Barak verði kosinn.