Ég er í Menntaskólanum á Akureyri og við vorum að fara aftur í skólann einsog flestir aðrir. Það var verið að fræða okkur um hvernig ætti að hátta þessu öllu saman, og ég skil þetta ekki.
Það á að kenna aðeins um páskana og kannski 1-2 laugardaga búið
ekkert meira þá er búið að bæta upp 2 mánaðaverkfall!
Mig langaði aðallega að komast að því hvernig þessu er háttað í öðrum skólum, á þetta í alvörunni að vera svona létt, ég sem var farin að kvíða að byrja aftur því þá átti allt að fara á fullt!!
Ég þarf ekki einusinni að læra heima hehehe ekki að það sé eitthvað slæmt. En endilega aðrir framhaldskólanemendur segiði hvernig þessu verður háttað í ykkar skólum.

Kveðja ozonic
:)