Já það fer svo sannarlega allt til fjandans útaf samningunum sem voru gerðir við kennara núna um áramótin (aldamótin). Það er örugglega ekki langt í að það verði aukin skatturinn á okkur með hækkunum á hinum og þessum gjöldum (leynisköttum). Og svo er verkalýðsforystan að hóta uppsögn launaliðs samninganna sem þeir eru með útaf þessu þannig að það stefnir allt í að það komi verkfallshótanir fljótlega útaf því að auðvitað vilja hinir fá e-ð álíka og kennararnir. Hinsvegar áttu kennararnir þetta alveg skilið. Það á auðvitað að gilda það sama um alla háskólamenntaða ríkisstarfsmenn. En af hverju er þá alltaf þessi barningur í kennurunum? Jú þeir eru með sér félag (Kennarasambandið). Þeir eiga bara að fá að vera á sömu töxtum og hinir háskólamenntuðu ríkisstarfsmennirnir og þá er ekkert hægt að segja.

Hinsvegar að þá áttu þeir þetta alveg skilið en ég held að ég geti lofað þeim því að þeir verða sko ekki lengi í paradís með sín 175þús kr. byrjunarlaun o.s.frv. En það er mjög skiljanlegt að kennarar vilji vera með í lífsgæðakapphlaupinu líka. Þeir geta núna kannski tekið videospólu á leigu á hverjum sunnudegi í stað tveggja sunnudaga í mánuði áður og fengið sér pizzu tvisvar í mánuði núna í stað einu sinni áður.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ríkið þarf að greiða þeim laun og hvaðan koma peningar ríkissins? Jú frá okkur og ef ríkið hefur ekki efni á því að greiða kennurum laun hvað gera þeir þá???

Þetta er bara hringiða það er ekki hægt að hækka launin endalaust, það verður e-ð að koma á móti hvort sem það er hjá ríkinu eða einkaaðilum. Eftir því sem vinnuafl er dýrara því meira þarf varan að kosta. Svo þegar vöruverð hækkar eftir að við höfum fengið hærri laun að þá þýðir ekkert að væla. Vöruverðið hækkaði útaf því að við erum dýrari.

Sama gildir þá auðvitað um laun ríkisstarfsmanna, hærri laun leiða af sér hærri skatta.