Sko hann byrjaði með tvíhöfða árið 1997 og var með þátt í Dagsljósinu á þriðjudögum með Sigurjóni Kjartansyni.
Þeir voru líka með útvarpsþátt á X-inu og vinsældir þeirra voru alltaf að aukast.
Þeir stofnuðu samann útvarpsstöð og var hún á byljgulengdinni 103,7
og voru þeir með morgunþátt alla virka daga og var hann mjög vinsæll
Jón Gnarr lék í fóstbræðrum og var hann einn af þeim sem skrifuðu handritin að þáttunum,þá var hann yfirleitt í atriðum þar sem að hann skapaði sér ákveðin stíl sem einkenndist af einvherfum og frekar lokuðum manni sem var samt með húmorinn á efsta palli hjá sér og var útkomann ótrúlega fyndnir þættir með ótrúlega skemmtilegum leikurum.

Jón Gnarr hefur haldið í þennan stíl alveg síðan og hefur komið fram í 2mur vinsælum Íslenskum kvikmyndum sem eru Maður eins og ég og Íslenski draumurinn og hefur hann verið verðlaunaður fyrir vikið.Hann hefur leikið svipðar persónur og ávalt hefur hann haldið í stílinn sem hann hefur skapað sér

Hann hafði áður komið með standup sem hét Einu sinni var ég nörd og þar fór hann gjörsamlega á kostum og enn var hann með þennan stíl enda hafði hann gefist vel og var hann virkilega fyndin eins og áður segir og aflaði þetta uppistand honum mjög mikilla vinsælda.

Í fyrra slitnaði svo upp úr samstarfi hanns við Sigurjón Kjartanson og tvíhöfðagengið fór í sitthvorn morgunþáttinn og upp úr því fékk Jón sinn eiginn spjallþátt seint í fyrra og hét hann Gnarrenburg og voru þar ýmsir gestur og skemmtilegar persónur,hann opnaði sig aðeins í þessum þáttum og vék aðeins frá þessum stíl sem að han hafði skapað sér en ekki fór hann langt út fyrir hann.Hann fékk aðeins að hafa 10 þætti og þá var Gnarrenburg lagður niður en ekki veit ég ástæðuna.Jón gaf út bók fyrir jólin sem hét plebbabókin og seldist hún vel enda Jón orðinn frekar vinsæll.

Eftir að Gnarrenburg var lagður niður fór Jón aftur í útvarpið með morgunnþátt sem ég veit ekki alveg hvað heitir.
Nýlega kom Jón fram í þætti Gísla Marteins og var talað um pólistískar skoðanur hanns en hann hélt fast í stíl sinn og kom þar fram að hann væri stjórnleysingi og féll Jón þá nokkuð niður í áliti hjá mér.
Nú er einn fremsti grínisti og grínleikari Íslendinga farinn að koma fram á styrktarsamkomu fyrir cannab.is sem eru samtök sem berjast fyrir lögleiðingu kanabisefna og held ég að Jón sé að grafa sína eiginn gröf í sambandi við vinsældir hjá fólki og persónulega ber ég ekki nærri eins mikla virðingu fyrir honum og áður.

En það sem fékk mig til þess að skrifa þessa grein var að athuga hvaða afstöðu þið takið með Jóni og hvort þið séuð ennþá að fíla þennan stíl sem ég held að hann sé búinn að ofkeyra og fynnst mér að hann ætti að fara að skapa sér annan stíl því miðað við hvernig hann hefur verið í umræðunni undanfarið þá fynnst mér þessi stíll ekki eiga við.