Það er eitt sem ég skil ekki. Það er það hvers vegna enginn í áhrifastöðu á Íslandi sér sóma sinn í því að segja af sér ef hneykslismál kemur upp.
Í flestum öðrum siðmenntuðum löndum segja valdamenn af sér ef þeir verða uppvísir að einhverju sem vekur hneykslan og skaðar á einhvern hátt starf þeirra sem þeir starfa fyrir.
Hér á landi virðist það vera mottó allra, hvort sem þeir sitja í ríkisstjórn eða hafa einhvern titil, að sitja sem fastast og lengst, alveg sama hvað á dynur. Ég er orðinn pirraður…

Clint.